Björguðu ungum manni í sjálfheldu í Fáskrúðsfirði Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2023 07:57 Óskað var eftir þyrlu frá Landhelgisgæslu sem hélt af stað frá Reykjavík rétt upp úr klukkan 22. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn á Austurlandi og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar björguðu ungum manni sem hafði lent í sjálfheldu í Tungutröð, klettabelti milli Daladals og Tungudals inn af Fáskrúðsfirði, í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að útkall hafi borist rétt upp úr klukkan 20 og hafi björgunarsveitir frá Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Neskaupstað haldið á vettvang til aðstoðar. Fram kemur að maðurinn hafi verið talsvert hátt uppi í fjallinu og í snarbröttu klettabelti. „Drónar voru notaðir til að staðsetja manninn og hafa yfirsýn yfir svæðið á meðan aðgerðir stóðu yfir. Björgunarfólk hélt á fjallið með fjallabjörgunarbúnað, og tókst að komast upp fyrir manninn og síga niður til hans. Hann var þá orðinn kaldur og stirður og ljóst að hann myndi ekki geta gengið niður að sjálfsdáðum. Óskað var eftir þyrlu frá Landhelgisgæslu sem hélt af stað frá Reykjavík rétt upp úr klukkan 22. Landsbjörg Björgunarfólk hóf aðgerðir við að koma mannininum neðar í fjallið, svo þyrlan ætti hægara um vik að ná til hans, þegar hún kæmi á vettvang. Settar voru upp tryggingar fyrir þá sem voru í fjallinu, og unnið að því að síga með mannin niður úr bröttustu klettunum. Það gekk vel og var þá hægt að búa hann undir að vera hífður upp í þyrluna. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var hann svo hífður upp í þyrlu, og fluttur niður á flugvöllinn í Fáskrúðsfirði. Björgunarfólk hélt þá niður fjallið með búnað sinn, og var aðgerðum lokið rétt fyrir þrjú í nótt, þegar Norðfirðingar voru komnir til síns heima,“ segir í tilkynningunni. Landsbjörg Björgunarsveitir Fjarðabyggð Landhelgisgæslan Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að útkall hafi borist rétt upp úr klukkan 20 og hafi björgunarsveitir frá Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Neskaupstað haldið á vettvang til aðstoðar. Fram kemur að maðurinn hafi verið talsvert hátt uppi í fjallinu og í snarbröttu klettabelti. „Drónar voru notaðir til að staðsetja manninn og hafa yfirsýn yfir svæðið á meðan aðgerðir stóðu yfir. Björgunarfólk hélt á fjallið með fjallabjörgunarbúnað, og tókst að komast upp fyrir manninn og síga niður til hans. Hann var þá orðinn kaldur og stirður og ljóst að hann myndi ekki geta gengið niður að sjálfsdáðum. Óskað var eftir þyrlu frá Landhelgisgæslu sem hélt af stað frá Reykjavík rétt upp úr klukkan 22. Landsbjörg Björgunarfólk hóf aðgerðir við að koma mannininum neðar í fjallið, svo þyrlan ætti hægara um vik að ná til hans, þegar hún kæmi á vettvang. Settar voru upp tryggingar fyrir þá sem voru í fjallinu, og unnið að því að síga með mannin niður úr bröttustu klettunum. Það gekk vel og var þá hægt að búa hann undir að vera hífður upp í þyrluna. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var hann svo hífður upp í þyrlu, og fluttur niður á flugvöllinn í Fáskrúðsfirði. Björgunarfólk hélt þá niður fjallið með búnað sinn, og var aðgerðum lokið rétt fyrir þrjú í nótt, þegar Norðfirðingar voru komnir til síns heima,“ segir í tilkynningunni. Landsbjörg
Björgunarsveitir Fjarðabyggð Landhelgisgæslan Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira