Innlent

Vopnaðir sér­sveitar­menn í lög­reglu­að­gerð í Grinda­vík

Jón Þór Stefánsson skrifar
Frá vettvangi málsins í Grindavík
Frá vettvangi málsins í Grindavík Vísir/Aðsend

Lögregluaðgerð er nú í gangi í Grindavík. Þetta staðfestir lögreglan á Suðurnesjum í samtali við Vísi, en segist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Tilkynning verði þó gefin út um málið síðar í dag.

Það var DV sem greindi fyrst frá málinu, en þar er greint frá því að sjónarvottar hafi séð vopnaða sérsveitarmenn taka þátt í aðgerðunum. Jafnframt segir þar að nokkrir lögreglubílar séu á vettvangi sem og sjúkrabíll.

Þá hefur DV eftir sjónarvotti að málið hafi vakið mikla athygli í Grindavík. Aðgerðin eigi sér stað við einbýlishús í grennd í grunnskóla og krakkar hafi farið í átt að vettvangi að forvitnast um málið.

Lögreglan sagðist ekki geta tjáð sig um öryggi fólks í kring um vettvanginn í samtali við Vísi.

Aðgerð lögreglunar er sögð eiga sér stað við einbýlishús í bbænum.Vísir/Aðsend

Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×