Sjónvarpsþáttakynnirinn Bob Barker látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2023 18:01 Bob Barker stýrði þáttunum The Price is Right í 35 ár. Getty/Jesse Grant Bob Barker, sem var þáttastjórnandi The Price is Right í 35 ár, er látinn, 99 ára að aldri. Hann lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í dag. Robert Barker fæddist árið 1923 í Darrington í Washington og var sonur rafvirkjans Byrons og kennarans Matildu. Faðir Barker lést í vinnuslysi þegar Robert var aðeins sex ára. Barker vann í útvarpi á meðan hann var í háskóla og flutti 1950 til Kaliforníu til að komast í sjónvarp. Goðsögn í bandarísku sjónvarpi Ferill Barker í sjónvarpi spannaði yfir fimmtíu ár og hófst árið 1956 þegar hann varð kynnir þáttarins Truth or Consequences. Hann stýrði þættinum í nítján ár, alls 3.524 þætti og skráði sig þannig í heimsmetabók Guinness sem sá flytjandi sem hefur starfað lengst við sama þáttinn (e. Most durable performer). Árið 1972 tók Barker við kynnistaumunum í The Price is Right og stýrði honum í 35 ár og öðlaðist heimsfrægð við það. Á ferli sínum hlaut Barker nítján Emmy-verðlaun og árið 2004 var innlimaður inn í Frægðarhöll Sjónvarpsakademíunnar. Í gegnum tíðin birtist Barker oft í hinum ýmsu þáttum, yfirleitt sem hann sjálfur. Þá lék hann aðeins í einni kvikmynd, grínmyndinni Happy Gilmore, en það var hins vegar mjög eftirminnileg rulla. Í myndinni lék Barker sjálfan sig í senu þar sem hann lendir upp á kant við söguhetjuna, sem er leikin af Adam Sandler, sem endar með handalögmálum. Hér fyrir neðan má sjá hana: Andlát Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira
Robert Barker fæddist árið 1923 í Darrington í Washington og var sonur rafvirkjans Byrons og kennarans Matildu. Faðir Barker lést í vinnuslysi þegar Robert var aðeins sex ára. Barker vann í útvarpi á meðan hann var í háskóla og flutti 1950 til Kaliforníu til að komast í sjónvarp. Goðsögn í bandarísku sjónvarpi Ferill Barker í sjónvarpi spannaði yfir fimmtíu ár og hófst árið 1956 þegar hann varð kynnir þáttarins Truth or Consequences. Hann stýrði þættinum í nítján ár, alls 3.524 þætti og skráði sig þannig í heimsmetabók Guinness sem sá flytjandi sem hefur starfað lengst við sama þáttinn (e. Most durable performer). Árið 1972 tók Barker við kynnistaumunum í The Price is Right og stýrði honum í 35 ár og öðlaðist heimsfrægð við það. Á ferli sínum hlaut Barker nítján Emmy-verðlaun og árið 2004 var innlimaður inn í Frægðarhöll Sjónvarpsakademíunnar. Í gegnum tíðin birtist Barker oft í hinum ýmsu þáttum, yfirleitt sem hann sjálfur. Þá lék hann aðeins í einni kvikmynd, grínmyndinni Happy Gilmore, en það var hins vegar mjög eftirminnileg rulla. Í myndinni lék Barker sjálfan sig í senu þar sem hann lendir upp á kant við söguhetjuna, sem er leikin af Adam Sandler, sem endar með handalögmálum. Hér fyrir neðan má sjá hana:
Andlát Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Fleiri fréttir Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Sjá meira