Innlent

Búið að hreinsa fjöruna af sígarettu­stubbunum

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Fjaran er aftur orðin hrein og fín.
Fjaran er aftur orðin hrein og fín. Fjarðabyggð

Þúsundir sígarettustubba sem rak á land í fjöru nærri Eskifirði hafa verið fjarlægðir. Talið er að stubbarnir hafi komið úr skipi.

Að sögn Haraldar L. Haraldssonar, upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar, fóru starfsmenn sveitarfélagsins í morgun í fjöruna til að skoða aðstæður. Í kjölfarið var svæðið svo hreinsað af stubbum.

Líkt og Vísir greindi frá í gær, var það hin brottflutta Svanbjörg Pálsdóttir og maður hennar sem komu að ófögnuðinum og lét hún sveitarfélagið vita. Fjaran er vinsælt útivistarsvæði Eskfirðinga.

Starfsmenn Fjarðabyggðar brugðust skjótt við og hreinsuðu stubbana sem lágu í fjörunni.Fjarðabyggð

Haraldur segir ómögulegt að segja um hvaðan stubbarnir hafi komið. „Við höldum að þetta komi frá einhverju skipi sem hefur verið að sigla hér hjá,“ segir hann. „Hvort þetta hafi verið slys eða ekki, er ómögulegt að segja um.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×