Lífið

Þre­faldur Michelin kokkur mat­reiddi fyrir Ís­lendinga

Kristinn Haukur Guðnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Crenn rekur eigin veitingastað í San Francisco í Bandaríkjunum.
Crenn rekur eigin veitingastað í San Francisco í Bandaríkjunum. Getty

Fyrsta konan sem hefur fengið þrjár Michelin stjörnur matreiddi kræsingar fyrir heppna gesti á Reykjavík Edition í kvöld. Hin franska Dominique Crenn sem rekur veitingastaðinn Atelier Crenn í San Francisco í Bandaríkjunum.

„Það hefur verið draumur minn að koma til þessa fallega lands af ýmsum ástæðum, svo sem náttúrunnar. Ég held að allar manneskjur í heiminum ættu að koma hingað og sjá fegurðina og andagiftina hérna. Þetta er ótrúlegur staður,“ segir Crenn.

Crenn útbjó smárétti með íslenskum hráefnum. Vildi hún þakka fyrir veru sína með því.

„Kokkarnir hérna á Íslandi eru mjög skapandi og ég er spennt fyrir að smakka allt,“ segir Crenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×