Innlent

Orðin vön því að fá hestana í heim­sókn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Íbúar láta sér ekki bregða þó að hestar fari á stjá í hverfinu.
Íbúar láta sér ekki bregða þó að hestar fari á stjá í hverfinu. Guðrún Sigríður Knútsdóttir

Ná­grannar í Furu­hlíð í Set­bergi í Hafnar­firði sneru bökum saman síð­degis í dag þegar hópur hesta gerði sig heima­kominn í götunni og króuðu þá af á bak­við girðingu. Íbúi segir hesta í hverfinu ekki sjald­séða sjón, enda hest­húsa­hverfi í ná­grenninu.

„Þeir lauma sér stundum út úr girðingunum og kíkja á okkur,“ segir Guð­rún Sig­ríður Knúts­dóttir, einn íbúa í Furu­hlíð í sam­tali við Vísi. Hún aug­lýsti eftir eig­endum hrossanna á í­búa­hópi á Face­book.

„Við króuðum hestana af á bak­við girðingu við göngu­stíg hér í hverfinu. Það er mikið af hunda­fólki í götunni og við hlupum öll með tauma og lokuðum svo fyrir girðinguna svo þeir kæmust ekki út aftur,“ segir Guð­rún létt í bragði.

„Það er sér­lega fal­legt folaldið sem er með í för. Það kemur ein­hver á endanum að sækja þau en þess vegna aug­lýsti ég þau líka á Set­bergs­síðunni. Þetta hefur verið frekar al­gengt hér, lausa­ganga hesta, þannig að maður kippir sér ekki mikið upp við þetta.“

Hestarnir gæddu sér á grasi í hverfinu.Bergdís Brynjarsdóttir
Hestarnir virðast ekki annað en sáttir á bakvið girðinguna þar sem þeir bíða eigenda sinna. Bergdís Brynjarsdóttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×