„Við getum talað um allt og það er sjaldgæft“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru miklar vinkonur og líka í miðri keppni. @nobull Íslensku vinkonurnar og tvöföldu heimsmeistararnir kunna að skemmta sér og öðrum á keppnisgólfinu og vinskapur þeirra fer ekkert á milli mála þegar þær keppa á stærsta sviði CrossFit íþróttarinnar. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru báðar meðal þrettán hraustustu CrossFit kvenna heimsins í ár en þetta varð ljóst eftir að keppni á heimsleikunum lauk um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja endaði frábærlega og náði sjöunda sætinu en Anníe Mist gaf aðeins eftir í lokin og varð að sætta sig við þrettánda sætið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Faðmlag Anníe Mistar og Katrínar Tönju eftir dramatískan endi á níundu grein heimsleikanna var án efa ein af fallegustu stundum helgarinnar. Dave Castro, einn af þeim háttsettustu hjá CrossFit samtökunum, fjallaði sérstaklega um það á sinni síðu, það gerði Morning Chalk up vefurinn sem og bæði síður heimsleikanna og ESPN sem sýndi beint frá heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja voru þarna í kapphlaupi við tímann að ná gildri lyftu áður en tíminn rann út. Anníe hafði mistekist að koma upp 86 kílóum í snöruninni en náði að bæta úr því rétt áður en tíminn kláraðist. Katrín Tanja náði þá líka að lyfta 84,3 kílóum í snörun áður en þær fóru síðan í jafnhendinguna og kláruðu greinina af krafti. Eftir hana föðmuðust þær kátar eins og bestu vinkonurnar sem þær eru. Anníe Mist var spurð út í þetta eftir greinina. „Það var svo gott að hafa Kat þarna með mér. Það skiptir svo miklu máli að eiga hana sem bestu vinkonu. Hún veit um og þekkir allt á eigin skinni sem þú þarft að ganga í gegnum í æfingunum, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Anníe Mist. „Við getum talað um allt og það er sjaldgæft. Ég tek það ekki sem sjálfsögðum hlut. Það er mjög sérstakt,“ sagði Anníe. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro CrossFit Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir eru báðar meðal þrettán hraustustu CrossFit kvenna heimsins í ár en þetta varð ljóst eftir að keppni á heimsleikunum lauk um Verslunarmannahelgina. Katrín Tanja endaði frábærlega og náði sjöunda sætinu en Anníe Mist gaf aðeins eftir í lokin og varð að sætta sig við þrettánda sætið. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Faðmlag Anníe Mistar og Katrínar Tönju eftir dramatískan endi á níundu grein heimsleikanna var án efa ein af fallegustu stundum helgarinnar. Dave Castro, einn af þeim háttsettustu hjá CrossFit samtökunum, fjallaði sérstaklega um það á sinni síðu, það gerði Morning Chalk up vefurinn sem og bæði síður heimsleikanna og ESPN sem sýndi beint frá heimsleikunum. Anníe Mist og Katrín Tanja voru þarna í kapphlaupi við tímann að ná gildri lyftu áður en tíminn rann út. Anníe hafði mistekist að koma upp 86 kílóum í snöruninni en náði að bæta úr því rétt áður en tíminn kláraðist. Katrín Tanja náði þá líka að lyfta 84,3 kílóum í snörun áður en þær fóru síðan í jafnhendinguna og kláruðu greinina af krafti. Eftir hana föðmuðust þær kátar eins og bestu vinkonurnar sem þær eru. Anníe Mist var spurð út í þetta eftir greinina. „Það var svo gott að hafa Kat þarna með mér. Það skiptir svo miklu máli að eiga hana sem bestu vinkonu. Hún veit um og þekkir allt á eigin skinni sem þú þarft að ganga í gegnum í æfingunum, bæði líkamlega og andlega,“ sagði Anníe Mist. „Við getum talað um allt og það er sjaldgæft. Ég tek það ekki sem sjálfsögðum hlut. Það er mjög sérstakt,“ sagði Anníe. View this post on Instagram A post shared by @thedavecastro
CrossFit Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira