Innlent

Mikið viðbragð eftir að kviknaði í potti

Árni Sæberg skrifar
Slökkvilið var fljótt á vettvang.
Slökkvilið var fljótt á vettvang.

Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu hafði töluverðan viðbúnað þegar kviknaði í potti á helluborði í fjölbýlishúsi í Garðabæ skömmu fyrir klukkan þrjú í dag.

Að sögn Guðjóns Guðjónssonar, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu, voru fjórir slökkvilbílar, körfubíll og þrír sjúkrabílar sendir á vettvang í Lyngás í Garðabæ.

Snögglega hafi gengið að ráða niðurlögum eldsins en áhafnir tveggja slökkvibílar hafi orðið eftir til þess að reykræsta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×