Innlent

Maðurinn hand­tekinn og færður undir læknis­hendur

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla var með mikinn viðbúnað á Völlunum í Hafnarfirði í gær.
Lögregla var með mikinn viðbúnað á Völlunum í Hafnarfirði í gær. Vísir

Maðurinn sem braut rúðu á heimili á Völlunum í Hafnarfirði í gær og ógnaði öðrum með eggvopni var handtekinn og færður undir læknishendur. Mikill viðbúnaður var vegna málsins og sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til.

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Vísir sagði frá atvikinu í gær og hafði eftir stöðvarstjóranum í Hafnarfirði að um væri að ræða einstakling sem glímdi við andleg veikindi.

Lögregla var einnig kölluð til í póstnúmerinu 113 þar sem ungmenni var sagt ógna öðrum ungmennum með eggvopni. Þá var einn handtekinn vegna heimilisofbeldis í póstnúmerinu 104.

Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í miðborginni og Hafnarfirði í gær og þá bárust einnig nokkrar tilkynningar um umferðarslys og var einn fluttur á slysadeild eftir óhapp í Mosfellsbæ.

Ein tilkynning barst um innbrot í fyrirtæki í póstnúmerinu 110 og er það mál í rannsókn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×