Innlent

Ráðist á tvo dyra­verði í mið­borginni

Árni Sæberg skrifar
Ekki hefur verið gefið upp á hvaða skemmtistöðum dyraverðirnir tveir starfa.
Ekki hefur verið gefið upp á hvaða skemmtistöðum dyraverðirnir tveir starfa.

Tveir voru handteknir í gærkvöldi fyrir líkamsárásir gegn dyravörðum skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur.

Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir tímabilið frá klukkan 17 í gær til klukkan 05 í morgun segir að annar maðurinn hafi verið óviðræðuhæfur vegna æsings og annarlegs ástands og hafi verið vistaður í fangageymslu þangað til hægt verður að taka af honum skýrslu.

Hinn hafi verið færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu og sleppt að lokinni skýrslutöku.

Ók á á besta stað

Önnur mál sem lögreglan sinnti voru flest tengd umferð. Nokkuð var um grunaða stúta og ökumenn undir áhrifum fíkniefna.

Þá varð ökumaður húsbíls fyrir því óláni að aka utan í spegil bifreiðar fyrir framan lögreglustöðina við Hverfisgötu. Umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafði samband við tjónþola og ritaði skýrslu vegna óhappsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×