Lífið

Sara Péturs á von á barni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sara og Guðlaugur fyrir nokkrum árum.
Sara og Guðlaugur fyrir nokkrum árum. Guðlaugur Andri.

Tónlistarkonan Sara Pétursdóttir, sem þekktust er undir listamannanafninu Glowie, og kærastinn Guðlaugur Andri Eyþórsson, klippari og ljósmyndari, eiga von á sínu fyrsta barni.

Parið deilir gleðifregnunum í sameignlegri færslu á samfélagsmiðlum. Þar má sjá sónarmynd af krílinu sem er væntanlegt í heiminn í byrjun næsta árs. 

Sara og Guðlaugur byrjuðu saman árið 2014 og innsigla því fyrsta tuginn saman með barnaláni.

Í ágúst í fyrra tilkynnti Sara að hún ætlaði að taka sér hlé frá tónlistinni í bili og taka sér tíma í að vera fullorðin. Í upphafi árs tók hún við starfi sem verslunarstjóri Monki í Smáralind.

Sara skaust upp á stjörnuhimininn eftir að hún sigraði í Söngvakeppni framhaldsskóla árið 2014. Ári síðar  gaf hún út lagið No More ásamt tónlistarmanninum Stony sem var ofarlega á vinsældarlistum margar vikur í röð. Árið 2017 skrifaði hún undir samning við útgáfurisann Columbia í London.

 Hér að neðan má sjá viðtal við Söru í Íslandi í dag þar sem hún segir frá upphafi ferilsins og framtíðardraumum.


Tengdar fréttir

Vinsæla Glowie er íslenska Sara

Sara Pétursdóttir er aðeins 18 ára en hún syngur eitt vinsælasta lag landsins undir listamannanafninu Glowie ásamt hinum snjalla Stony frá Akureyri. Lagið heitir No More eftir StopWaitGo og hefur verið ofarlega á vinsældarlistum í fimm vikur.

Hætt að vera Glowie í bili

Tónlistarkonan Glowie ætlar að segja skilið við tónlistina í bili og einbeita sér að því að vera bara Sara Pétursdóttir. Hún segir mikið álag hafa fylgt því að vera í sviðsljósinu frá ungum aldri og nú ætli hún að taka sér tíma í það að vera fullorðin. 

Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr

„Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×