„Þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2023 12:00 Siggi stormur segir Þjóðhátíðargesti ekki þurfa að kippa sér upp við smá úrkomu. Sólin kíki líka til Eyja. Vísir/Elísabet Hanna Það skiptast á skin og skúrir um verslunarmannahelgina ef spár ganga eftir. Veðurfræðingur segir að besta veðrið verði líklegast á austanverðu landinu í byrjun helgar en á sunnudeginum verði prýðis veður um land allt. „Það verða bæði skin og skúrir, það er óhætt að segja það. Þetta kemur þannig út að á föstudag fer úrkoma heldur vaxandi í formi skúra sem geta fallið einkum vestan til á landinu en þó gæti það teygt sig hér og þar um landið, þó síst fyrir austan,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur. Mun betra veður á sunnudeginum Hann segir að úrkoman fari vaxandi og verði í meginatriðum á laugardeginum þegar horfur séu á rigningu með köflum, um sunnan- og vestanvert landið, ef ekki víðar. Siggi stormur fer yfir verslunarmannahelgarveðrið.Vísir/Vilhelm „Það góða sem gerist í þessu er að á sunnudeginum styttir upp og við tekur mun betra veður. Sólin sýnir sig hér og hvar um landið, þannig fólk á þjóðhátíð ætti ekki að kvíða því þó það blotni aðeins í þessu á laugardeginum því á sunnudeginum verður orðið mun betra veður.“ Hjónabönd hafi orðið til undir regnhlífinni Hann ítrekar að rigningunni fylgi enginn hvellur. „Þetta er regnhlífaveður, það er alveg hægt að vera með regnhlíf og menn mega ekki gleyma því að það hafa orðið til pör og jafnvel hjónabönd úr því að vera saman undir regnhlífinni þannig það gæti verið sjarmerandi líka.“ Sigurður segir að besta veðrið verði á austanverðu landinu í byrjun helgar. „Síðan strax á sunnudeginum þá verður komið prýðisveður um allt land þannig ég held að af því að það er hægur vindur í þessu og hitinn um átta til sextán stig og hlýjast væntanlega sunnan heiða, að þá held ég að við þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins.“ Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
„Það verða bæði skin og skúrir, það er óhætt að segja það. Þetta kemur þannig út að á föstudag fer úrkoma heldur vaxandi í formi skúra sem geta fallið einkum vestan til á landinu en þó gæti það teygt sig hér og þar um landið, þó síst fyrir austan,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi stormur. Mun betra veður á sunnudeginum Hann segir að úrkoman fari vaxandi og verði í meginatriðum á laugardeginum þegar horfur séu á rigningu með köflum, um sunnan- og vestanvert landið, ef ekki víðar. Siggi stormur fer yfir verslunarmannahelgarveðrið.Vísir/Vilhelm „Það góða sem gerist í þessu er að á sunnudeginum styttir upp og við tekur mun betra veður. Sólin sýnir sig hér og hvar um landið, þannig fólk á þjóðhátíð ætti ekki að kvíða því þó það blotni aðeins í þessu á laugardeginum því á sunnudeginum verður orðið mun betra veður.“ Hjónabönd hafi orðið til undir regnhlífinni Hann ítrekar að rigningunni fylgi enginn hvellur. „Þetta er regnhlífaveður, það er alveg hægt að vera með regnhlíf og menn mega ekki gleyma því að það hafa orðið til pör og jafnvel hjónabönd úr því að vera saman undir regnhlífinni þannig það gæti verið sjarmerandi líka.“ Sigurður segir að besta veðrið verði á austanverðu landinu í byrjun helgar. „Síðan strax á sunnudeginum þá verður komið prýðisveður um allt land þannig ég held að af því að það er hægur vindur í þessu og hitinn um átta til sextán stig og hlýjast væntanlega sunnan heiða, að þá held ég að við þurfum engu að kvíða þó það blotni aðeins.“
Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira