Lizzo sökuð um áreitni og fitusmánun Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2023 10:59 Lizzo hefur verið borin þungum ásökunum af fyrrverandi dönsurum við tónleikaferðalag hennar. Getty/Kevin Winter Þrír dansarar hafa höfðað mál gegn poppstjörnunni Lizzo vegna ásakana sem snúa að kynferðislegri áreitni, fitusmánun og því að hafa búið til fjandsamlegt vinnuumhverfi. Lizzo er þar sökuð um kynferðislegt áreiti, fordóma, líkamsárás og frelsissviptingu. Hún er einnig sökuð um að hafa fitusmánað dansara og fyrir að hafa beitt dansara þrýstingi til að snerta brjóst flytjanda. Þær Arianna Davis, Crystal Williams og Noelle Rodriguez eru dansararnir sem hafa höfðað málið gegn söngkonunni, fyrirliða dansteymis hennar og framleiðslufyrirtækinu Big Grrrl Big Touring (BGBT). Málið var höfðað í Los Angeles í gær en Lizzo hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar opinberlega. Ásakanir um fitusmánun Lizzoar koma sérstaklega á óvart en hún hefur talað mikið fyrir jákvæðri líkamsímynd og sagði í júní að hún væri búin að fá nóg af fitusmánun fólks á netinu. Lizzo fékk nóg af niðrandi ummælum netverja í júní og sagðist vera þreytt á að vera stöðugt fitusmánuð.Vísir/Getty Látin snerta brjóst á erótískum klúbbi Konurnar segja að þær hafi verið neyddar til að „þola kynferðislega niðrandi hegðun“ og þær hafi verið beittar þrýstingi í að „taka þátt í truflandi kynlífsatriðum“ á tímabilinu 2021 til 2023. Lizzo, réttu nafni Melissa Viviane Jefferson, er sökuð um að hafa beitt Ariönnu Davis þrýstingi til að snerta bert brjóst dansara í erótískum næturklúbbi í Amsterdam. Davis hafi í fyrstu neitað en gefið eftir af ótta við að framtíð hennar innan dansteymisins gæti beðið hnekki ef hún gerði það ekki. Lizzo hefur í gegnum tíðina verið mikill talsmaður sjálfsástar og hefur sagt að allir eigi að fá svigrúm til að líða vel í sínum líkama.Getty/Steve Jennings Þá heldur Davis því fram að bæði Lizzo og danshöfundurinn Tanisha Scott hafi fitusmánað hana á tónleikaferðalagi söngkonunnar. Þær hafi spurt hana hvort hún væri að eiga við erfiðleika af því hún væri ekki að sinna hlutverki sínu af heilum hug. Vill Davis meina að spurningar kvennanna hafi verið dulin leið til að velta sér upp úr þyngd hennar. Einnig segja dansararnir að þær hafi verið skammaðar af starfsfólki BGBT fyrir „óásættanlega og dónalega“ hegðun án þess að fá skýringu á því hver sú hegðun væri. Dansararnir segja að danshópurinn, sem samanstóð af hörundsdökkum konum, hafi verið eina fólkið sem þurfti að þola slíkar ákúrur og ummæli. Það hafi skinið í gegn að ummælin væru hlaðin „rasísku og fitufóbísku hatri“. Kristinn áróður og launaþjófnaður Einnig segir í gögnum málsins að dansfyrirliði hópsins, Shirlene Quigley, hafi þrýst kristinni trú sinni á dansarana og hæðst að þeim sem stunduðu kynlíf fyrir hjónaband. Einnig er hún sökuð um að hafa talað opinberlega um meydóm eins dansarans og skrifað um það á samfélagsmiðlum. Lizzo hefur vakið mikla athygli fyrir þverflautuspil sitt.Getty/Sean Zanni Ásakanir um kynþáttamismunun beinast að stjórnendum framleiðslufyrirtækisins BGBT. Því er haldið fram að komið hafi verið öðruvísi fram við svarta dansara en annað starfsfólk. Dansararnir þrír hafi verið sakaðar um að vera „latar, ófagmannlegar og með stæla“ og segir í gögnum málsins að slíkir frasar séu notaðir til að „lítillækka“ og „draga úr kjarki“ svartra kvenna og að hinir dansararnir hafi ekki þolað slíka meðferð. Sömuleiðis vilja konurnar meina að þær hafi ekki fengið rétt laun á meðan þær störfuðu við Evróputúr Lizzoar. Þær segjast aðeins hafa fengið 25 prósent af vikulegum uppbótarlaunum sínum á meðan þær voru ekki að dansa á meðan aðrir flytjendur fengu 50 prósent af þeim launum. Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir „Enginn filter, ekkert Facetune, bara rass og Yitty“ Söngkonan Lizzo vill efla sjálfsmynd allra með nýjum mótunarklæðnaði undir merkinu Yitty sem fer í loftið í dag. Sjálf hefur hún verið að twerka í nýju flíkunum á samfélagsmiðlum sem hefur vakið athygli neytenda. 12. apríl 2022 11:31 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Lizzo er þar sökuð um kynferðislegt áreiti, fordóma, líkamsárás og frelsissviptingu. Hún er einnig sökuð um að hafa fitusmánað dansara og fyrir að hafa beitt dansara þrýstingi til að snerta brjóst flytjanda. Þær Arianna Davis, Crystal Williams og Noelle Rodriguez eru dansararnir sem hafa höfðað málið gegn söngkonunni, fyrirliða dansteymis hennar og framleiðslufyrirtækinu Big Grrrl Big Touring (BGBT). Málið var höfðað í Los Angeles í gær en Lizzo hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar opinberlega. Ásakanir um fitusmánun Lizzoar koma sérstaklega á óvart en hún hefur talað mikið fyrir jákvæðri líkamsímynd og sagði í júní að hún væri búin að fá nóg af fitusmánun fólks á netinu. Lizzo fékk nóg af niðrandi ummælum netverja í júní og sagðist vera þreytt á að vera stöðugt fitusmánuð.Vísir/Getty Látin snerta brjóst á erótískum klúbbi Konurnar segja að þær hafi verið neyddar til að „þola kynferðislega niðrandi hegðun“ og þær hafi verið beittar þrýstingi í að „taka þátt í truflandi kynlífsatriðum“ á tímabilinu 2021 til 2023. Lizzo, réttu nafni Melissa Viviane Jefferson, er sökuð um að hafa beitt Ariönnu Davis þrýstingi til að snerta bert brjóst dansara í erótískum næturklúbbi í Amsterdam. Davis hafi í fyrstu neitað en gefið eftir af ótta við að framtíð hennar innan dansteymisins gæti beðið hnekki ef hún gerði það ekki. Lizzo hefur í gegnum tíðina verið mikill talsmaður sjálfsástar og hefur sagt að allir eigi að fá svigrúm til að líða vel í sínum líkama.Getty/Steve Jennings Þá heldur Davis því fram að bæði Lizzo og danshöfundurinn Tanisha Scott hafi fitusmánað hana á tónleikaferðalagi söngkonunnar. Þær hafi spurt hana hvort hún væri að eiga við erfiðleika af því hún væri ekki að sinna hlutverki sínu af heilum hug. Vill Davis meina að spurningar kvennanna hafi verið dulin leið til að velta sér upp úr þyngd hennar. Einnig segja dansararnir að þær hafi verið skammaðar af starfsfólki BGBT fyrir „óásættanlega og dónalega“ hegðun án þess að fá skýringu á því hver sú hegðun væri. Dansararnir segja að danshópurinn, sem samanstóð af hörundsdökkum konum, hafi verið eina fólkið sem þurfti að þola slíkar ákúrur og ummæli. Það hafi skinið í gegn að ummælin væru hlaðin „rasísku og fitufóbísku hatri“. Kristinn áróður og launaþjófnaður Einnig segir í gögnum málsins að dansfyrirliði hópsins, Shirlene Quigley, hafi þrýst kristinni trú sinni á dansarana og hæðst að þeim sem stunduðu kynlíf fyrir hjónaband. Einnig er hún sökuð um að hafa talað opinberlega um meydóm eins dansarans og skrifað um það á samfélagsmiðlum. Lizzo hefur vakið mikla athygli fyrir þverflautuspil sitt.Getty/Sean Zanni Ásakanir um kynþáttamismunun beinast að stjórnendum framleiðslufyrirtækisins BGBT. Því er haldið fram að komið hafi verið öðruvísi fram við svarta dansara en annað starfsfólk. Dansararnir þrír hafi verið sakaðar um að vera „latar, ófagmannlegar og með stæla“ og segir í gögnum málsins að slíkir frasar séu notaðir til að „lítillækka“ og „draga úr kjarki“ svartra kvenna og að hinir dansararnir hafi ekki þolað slíka meðferð. Sömuleiðis vilja konurnar meina að þær hafi ekki fengið rétt laun á meðan þær störfuðu við Evróputúr Lizzoar. Þær segjast aðeins hafa fengið 25 prósent af vikulegum uppbótarlaunum sínum á meðan þær voru ekki að dansa á meðan aðrir flytjendur fengu 50 prósent af þeim launum.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir „Enginn filter, ekkert Facetune, bara rass og Yitty“ Söngkonan Lizzo vill efla sjálfsmynd allra með nýjum mótunarklæðnaði undir merkinu Yitty sem fer í loftið í dag. Sjálf hefur hún verið að twerka í nýju flíkunum á samfélagsmiðlum sem hefur vakið athygli neytenda. 12. apríl 2022 11:31 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
„Enginn filter, ekkert Facetune, bara rass og Yitty“ Söngkonan Lizzo vill efla sjálfsmynd allra með nýjum mótunarklæðnaði undir merkinu Yitty sem fer í loftið í dag. Sjálf hefur hún verið að twerka í nýju flíkunum á samfélagsmiðlum sem hefur vakið athygli neytenda. 12. apríl 2022 11:31