Innlent

Ó­trú­legt sjónar­spil við Litla Hrút

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Eldgosið séð úr dróna.
Eldgosið séð úr dróna. Björn Steinbekk

Eldgosið í Litla-Hrút á Reykjanesskaga kann að vera senn á enda en um er að gera að njóta þess á meðan það er. Gosið er enn þá gríðarlega mikið sjónarspil eins og sjá má af þessum drónamyndum sem Björn Steinbekk tók.

Gosstöðvarnar eru opnar til klukkan 18:00 og þúsundir leggja leið sína þangað til að sjá herlegheitin. Samkvæmt teljurum gengu 1.989 manns Meradalsleið í gær og 1.322 eldri gönguleiðir á svæðinu.

Hver fer nú að verða síðastur til þess að sjá gosið því eins og fram hefur komið í fréttum telja jarðfræðingar að gosinu kunni að ljúka eftir eina eða tvær vikur, miðað við hraunflæði gossins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×