Hryssa hafi verið stungin á barka og margar drepist Árni Sæberg skrifar 26. júlí 2023 21:48 Dýraverndarsamband Íslands segir blóðtöku úr hryssum dýraníð. Vísir/Vilhelm Í yfirlýsingu Dýraverndarsambands Íslands segir að því hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur en átta hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum bæjum fjórar hryssur. Heimildin greindi frá því fyrir tveimur vikum að Matvælastofnun hefði borist tilkynningar um að átta hryssur hefðu látist síðasta sumar þegar blóð var tekið úr þeim á vegum fyrirtækisins Ísteka. Ástæða þess sé talin reynsluleysi erlendra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökuna. Fer fram á tafarlausa stöðvun blóðtöku Í yfirlýsingu á vef Dýraverndarsambands Íslands segir að sambandið fari fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum. „Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum 10 bæjum fjórar hryssur.“ Þá segir að sambandinu hafi einnig borist ábending um að hryssa hafi óvart verið stungin í gegnum barka af óreyndum dýralækni í fyrrasumar. Viðkomandi dýralæknir hafi ekki brugðist við með því að að aflífa hryssuna eins og skal gera samkvæmt lögum um velferð dýra og reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, heldur hafi hún legið í allt að tíu mínútur á meðan henni blæddi út. Um sé að ræða alvarlegt dýraníð. Óreyndir dýralæknar verði að störfum Í yfirlýsingunni segir að í sumar verði óreyndir dýralæknar að sinna blóðtökum á hryssunum sem séu flestar ekkert eða lítið tamdar. Verði mistök sé mikil hætta á að það verði hryssu að aldurtila. Um sé að ræða mjög óvenjulegar og oft erfiðar aðstæður og mikil hætta geti skapast fyrir hryssurnar séu dýralæknarnir óreyndir. Dýraverndarsamband Íslands hafi lagst alfarið gegn blóðtöku úr fylfullum hryssum af dýravelferðarástæðum. „Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir í lok yfirlýsingar. Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira
Heimildin greindi frá því fyrir tveimur vikum að Matvælastofnun hefði borist tilkynningar um að átta hryssur hefðu látist síðasta sumar þegar blóð var tekið úr þeim á vegum fyrirtækisins Ísteka. Ástæða þess sé talin reynsluleysi erlendra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökuna. Fer fram á tafarlausa stöðvun blóðtöku Í yfirlýsingu á vef Dýraverndarsambands Íslands segir að sambandið fari fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum. „Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum 10 bæjum fjórar hryssur.“ Þá segir að sambandinu hafi einnig borist ábending um að hryssa hafi óvart verið stungin í gegnum barka af óreyndum dýralækni í fyrrasumar. Viðkomandi dýralæknir hafi ekki brugðist við með því að að aflífa hryssuna eins og skal gera samkvæmt lögum um velferð dýra og reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, heldur hafi hún legið í allt að tíu mínútur á meðan henni blæddi út. Um sé að ræða alvarlegt dýraníð. Óreyndir dýralæknar verði að störfum Í yfirlýsingunni segir að í sumar verði óreyndir dýralæknar að sinna blóðtökum á hryssunum sem séu flestar ekkert eða lítið tamdar. Verði mistök sé mikil hætta á að það verði hryssu að aldurtila. Um sé að ræða mjög óvenjulegar og oft erfiðar aðstæður og mikil hætta geti skapast fyrir hryssurnar séu dýralæknarnir óreyndir. Dýraverndarsamband Íslands hafi lagst alfarið gegn blóðtöku úr fylfullum hryssum af dýravelferðarástæðum. „Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir í lok yfirlýsingar.
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Sjá meira