Um er að ræða eign við Brúnás 3 í Ásahverfinu í Garðabæ. Húsið er á tveimur hæðum með aukinni lofthæð og óhætt er að segja að allt sé til alls en húsráðendur hafa komið fyrir afar glæsilegri líkamsræktaraðstöðu, bíósal og körfluboltavelli. Auk þess er tvöfaldur bílskúr og heitur pottur.
Í húsinu eru sérsmíðaðar innréttingar, gólfhiti, niðurlímt parket, ljósar flísar og innihurðir úr hnotu.
Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis kemur fram aðalhæðin sé afar björt með aukinni lofthæð og gólfsíðum gluggum sem vísa á móti suðri. Eldhús, stofa og borðstofa er á efri hæð hússins auk hjónasvítu með útsýni í suður. Samtals eru fjögur barnaherbergi og þrjú baðherbergi.








