Sport

Freyr: Ef Gylfi vill spila með Lyngby þá yrði það frábært

Andri Már Eggertsson skrifar
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, væri til í að fá Gylfa í Lyngby
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, væri til í að fá Gylfa í Lyngby Vísir/Getty

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, tjáði sig fyrir leik Lyngby og FC Kaupmannahafnar um orðróminn að Gylfi Þór Sigurðsson gæti verið á leið í Lyngby.

Lyngby tapaði 1-2 á heimavelli gegn Danmerkurmeisturunum í dag. Alfreð Finnbogason skoraði eina mark Lyngby sem dugði ekki til. Freyr Alexanderson tjáði sig um þann möguleika að fá Gylfa Þór Sigurðsson til Lyngby.

 

„Ég geri ekki ráð fyrir neinu. Ég veit fjárhagsstöðu félagsins og leikmennirnir sem ég vill fá kosta mikinn pening. Ef við fáum inn leikmenn þá verða þeir að styrkja liðið. Ég væri ánægður með miðjumann og framherja en ég held að við fáum það ekki.“

Óljóst er hvar Gylfi mun spila fótbolta á næstunni en Gylfi hefur mætt á æfingar hjá Val upp á síðkastið. Freyr sagði að samband hans og Gylfa gæti opnað á þann möguleika að hann myndi spila fyrir Lyngby.

 

„Ef Gylfi vill spila fyrir Lyngby þá yrði það frábært. Gylfi er besti leikmaðurinn sem ég hef unnið með. Við þekkjum hvorn annan vel en ég get ekki sagt meira en það.

„Þetta gæti verið möguleiki þar sem við þekkjum hvorn annan vel,“ sagði Freyr Alexandersson í viðtali við Disco­very+ fyrir leik gegn FC Kaupmannahöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×