Innlent

Víða rigning en ekki eins mikil á suð­vestur­horninu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sumar rigning verður víða á landinu í dag.
Sumar rigning verður víða á landinu í dag. Vísir/Vilhelm

Í dag verður stíf norðan­átt vestan­lands og hvassir vind­strengir við fjöll á meðan vindur verður hægari annars staðar. Víða verður rigning, einkum á norð­austan­verðu landinu en úr­komu­lítið suð­vestan­til.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þá verður hiti á bilinu 5 til 10 stig norðan heiða en fer upp í 13 til 18 stig á Suður­landi og verður þar hlýjast í dag og á morgun.

Fyrir norðan fer vindur í 5-13 metra á sekúndu og þar verður dá­lítil væta á morgun en stöku skúrir syðra. Hiti verður þar 7 til 17 stig á morgun.

Veður­horfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:

Norðan 5-13 m/s og dálítil væta norðanlands, en stöku skúrir syðra. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:

Norðan 5-10 og bjart með köflum sunnan- og vestanlands, en dálítil væta öðru hverju norðaustantil á landinu. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:

Hæglætisveður og bjart, en stöku skúrir eystra. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast vestanlands.

Á fimmtudag:

Vestlæg eða breytileg átt og stöku skúrir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×