Frumsýning á Vísi: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júlí 2023 08:01 Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sitt annað lag undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son. Haraldur Þorleifsson gefur í dag út sína aðra smáskífu og tónlistarmyndband undir listamannsnafninu Önnu Jónu Son við lagið Big Boy Boots. Myndbandið er frumsýnt hér að neðan á Vísi. „Þetta er mjög persónulegt lag um mömmu mína,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Lagið er að finna á væntanlegri plötu hans The Radio Won't Let Me Sleep sem kemur út síðar á árinu. Klippa: Önnu Jónu Son - Big Boy Boots Átti að vera hressa lagið Haraldur missti móður sína Önnu Jónu Jónsdóttur þegar hann var einungis 11 ára gamall og er missirinn yrkisefni nýja lagsins. Það er bréf foreldris til barns síns þar sem það segir því að það þurfi að yfirgefa þessa jörð. Helmingurinn af lögunum á væntanlegri plötu Haraldar er saminn af honum á tíunda áratugnum en hinn helmingurinn nýlega. Þetta lag tilheyrir síðarnefndu lögunum „Ég samdi lagið fyrst með engum texta og þetta átti að vera hresst og skemmtilegt. Þá var allt annar taktur en þegar ég byrjaði að semja textann þá bara kom þetta og lagið breyttist. Þetta átti semsagt að vera hressasta lagið en varð kannski mesti downerinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hefur mýkst með aldrinum Ekki margir muna eftir því en Haraldur var eitt sinn meðlimur í pönkhljómsveitinni Tony Blair, sem nefnd var eftir þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Hann segir pönkið að einhverju leyti hafa elst af sér en þó megi finna ákveðið nýjaldar-rokk á plötunni. „En fyrstu tvö lögin hafa verið mjög róleg og ég er meira þar núna en í pönkinu. Ég er orðinn svolítið gamall,“ segir Haraldur léttur í bragði og bætir við: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil.“ Erlendur Sveinsson leikstýrði tónlistarmyndbandi lagsins, Kristín Ósk Sævarsdóttir framleiddi það og sá Andri Haraldsson um myndatöku. Haraldur segist ánægður með hvernig til tókst. „Þetta eru ellefu myndbönd í heildina sem við vinnum við plötuna og þau eru gerð úti um allan heim, en þetta var gert hér heima á Íslandi. Það var ótrúlega gott að vinna með Erlendi og hans fólki og mér finnst myndbandið koma skilaboðum lagsins vel til skila, án þess að vera þó of bókstaflegt.“ When my sons are scared I tell them I ll always be there for them. My mom made me the same promise. I wrote this song about losing her when I was a boy. And about one day breaking my promise to my sons.YouTube: https://t.co/QECKvdQvCSSpotify: https://t.co/yhECOaTc95 pic.twitter.com/GkFSDXXg5W— Halli (@iamharaldur) July 14, 2023 Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
„Þetta er mjög persónulegt lag um mömmu mína,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Lagið er að finna á væntanlegri plötu hans The Radio Won't Let Me Sleep sem kemur út síðar á árinu. Klippa: Önnu Jónu Son - Big Boy Boots Átti að vera hressa lagið Haraldur missti móður sína Önnu Jónu Jónsdóttur þegar hann var einungis 11 ára gamall og er missirinn yrkisefni nýja lagsins. Það er bréf foreldris til barns síns þar sem það segir því að það þurfi að yfirgefa þessa jörð. Helmingurinn af lögunum á væntanlegri plötu Haraldar er saminn af honum á tíunda áratugnum en hinn helmingurinn nýlega. Þetta lag tilheyrir síðarnefndu lögunum „Ég samdi lagið fyrst með engum texta og þetta átti að vera hresst og skemmtilegt. Þá var allt annar taktur en þegar ég byrjaði að semja textann þá bara kom þetta og lagið breyttist. Þetta átti semsagt að vera hressasta lagið en varð kannski mesti downerinn,“ segir Haraldur hlæjandi. Hefur mýkst með aldrinum Ekki margir muna eftir því en Haraldur var eitt sinn meðlimur í pönkhljómsveitinni Tony Blair, sem nefnd var eftir þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Hann segir pönkið að einhverju leyti hafa elst af sér en þó megi finna ákveðið nýjaldar-rokk á plötunni. „En fyrstu tvö lögin hafa verið mjög róleg og ég er meira þar núna en í pönkinu. Ég er orðinn svolítið gamall,“ segir Haraldur léttur í bragði og bætir við: „Reiðin er kannski ekki alveg jafnmikil.“ Erlendur Sveinsson leikstýrði tónlistarmyndbandi lagsins, Kristín Ósk Sævarsdóttir framleiddi það og sá Andri Haraldsson um myndatöku. Haraldur segist ánægður með hvernig til tókst. „Þetta eru ellefu myndbönd í heildina sem við vinnum við plötuna og þau eru gerð úti um allan heim, en þetta var gert hér heima á Íslandi. Það var ótrúlega gott að vinna með Erlendi og hans fólki og mér finnst myndbandið koma skilaboðum lagsins vel til skila, án þess að vera þó of bókstaflegt.“ When my sons are scared I tell them I ll always be there for them. My mom made me the same promise. I wrote this song about losing her when I was a boy. And about one day breaking my promise to my sons.YouTube: https://t.co/QECKvdQvCSSpotify: https://t.co/yhECOaTc95 pic.twitter.com/GkFSDXXg5W— Halli (@iamharaldur) July 14, 2023
Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira