Einfaldar staðreyndir að Vellirnir standi á nýjasta hrauninu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júlí 2023 14:28 Þorvaldur mælir með að Hafnfirðingar byggi frekar í austur en suður. Arnar Halldórsson Vellirnir í Hafnarfirði standa á yngsta hrauninu á höfuðborgarsvæðinu. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir því skynsamlegra að byggja til austurs frá Völlunum en til suðurs. „Ef þú horfir beint í suður frá byggðinni á Völlunum þá ferðu nær gígasvæðinu. Ef það kemur til eldgoss er meiri hætta fyrir þá sem eru þar nær,“ segir Þorvaldur. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, gagnrýndi hann í Morgunblaðinu fyrir að mæla með því að Hafnfirðingar myndu ekki byggja lengra til suðurs. Sagði hún ummælin „óábyrg og óþörf“ og að yfirlýsingar á borð við þessar væru „gáleysislegar.“ Það er að verið væri að taka Hafnarfjörð út fyrir sviga þegar verið væri að ræða eldgosavá á Reykjanesskaga. Runnu á síðasta eldgosatímabili Þorvaldur svarar því neitandi að hin nýju gos á Reykjanesskaga þróist á þann veg að þau nái til Hafnarfjarðar. En Vellirnir standi á tveimur sögulegum hraunum, sem runnu á síðasta eldgosatímabili. Annars vegar er það hraun sem rann úr sprungu við Undirhlíðar á tólftu öld og bjó til Kapelluhraun. „Iðnaðarbyggðin á Völlunum og álverið í Straumsvík ná yfir á þetta svæði,“ segir Þorvaldur. Rósa sagði ummæli Þorvaldar óábyrg og óþörf.Arnar Halldórsson Hins vegar er það hraun frá um 950 sem kom úr gígum sem tilheyra Brennisteinsfjöllum. Það rann til sjávar hjá Hvaleyrar golfvellinum. „Hluti af Völlunum stendur á þessu hrauni. Þetta er annað sögulegt hraun sem myndaðist á síðasta eldgosatímabili á Reykjanesskaga,“ segir Þorvaldur. „Þessi tvö hraun þau nýjustu á höfuðborgarsvæðinu. Það eru einfaldar staðreyndir.“ Skynsamlegt að byggja í austur Byggð sunnan við Velli er á deiliskipulagi Hafnarfjarðar sem gert var fyrir meira en 20 árum síðan. Uppbyggingin núna er hins vegar í Skarðshlíðinni, austan við Vellina. Aðspurður um þetta segir Þorvaldur það mjög skynsamlegt að byggja til austurs út frá eldgosavá. Vænlegt byggingarland sé í hæðunum austan við Vellina. Hraun víða á höfuðborgarsvæðinu Almennt séð segir Þorvaldur litlar líkur á að hraunflæði eldgosa hafi áhrif á íbúabyggðir. Það geti þó gerst og Vellirnir í Hafnarfirði eru ekki eina hverfið á höfuðborgarsvæðinu sem sú hætta er til staðar á. „Ef Bláfjöll eða Brennisteinsfjöll gjósa geta þau sent hraun í átt til Reykjavíkur,“ segir Þorvaldur. Við skíðasvæðin séu gígar og þaðan liggi hraunbunki sem teygir sig í átt að Elliðavatni. „Það þarf ekkert óvenjulega stórt hraun til þess að teygja sig í áttina að efstu byggðum Reykjavíkur. En mörg svæðin eru uppi á hæð og hraunið flæðir ekki upp í móti,“ segir Þorvaldur. Leitarhraunið teygir sig frá Bláfjallasvæðinu niður í Elliðaár. Gervigígarnir á Rauðhólum mynduðust þegar það hraun rann yfir forvera sinn. Annar gýgur er Búrfellsgígurinn í Heiðmörk. Hann sendi hraun fyrir sjö þúsund árum sem ýmist er kallað Hafnarfjarðarhraun, Vífilsstaðahraun, Garðahraun eða Gálgahraun. „Fólk hefur byggt í þessu hrauni. Ef hraun hefur runnið þarna einu sinni getur það gert það aftur. En við vitum ekkert hvenær og það eru í sjálfu sér litlar líkur á því að það gerist í okkar líftíma,“ segir Þorvaldur. Grindavík berskjölduðust Hættan er mismikil í þéttbýlinu á Reykjanesskaga. Að sögn Þorvaldar er Grindavík berskjölduðust. Grindavík er næst virkum gígasvæðum, bæði í Svartsengi og annars staðar vestan við bæinn. „Fólk hefur búið í Grindavík í langan tíma, því hefur liðið vel þar og ekkert er til fyrirstöðu að það geti haldið áfram að búa þar,“ segir Þorvaldur. „En fólk þarf að vera meðvitað um að það gæti gosið þar nálægt og hraun streymt í áttina að bænum.“ Vogar á Vatnsleysuströnd sitja á nútímahrauni. Þorvaldur segir að það þurfi stórt gos til að hraun flæði þangað en það sé ekki útilokað. Reykjanesbær, Garðurinn og Sandgerði eru svo til stikkfrí frá hraunflæði en Hafnir eru á tiltölulega ungu hrauni. „Svo getur komið gjóskugos og allir þessir staðir, líka höfuðborgarsvæðið, orðið fyrir gjóskufalli. Staðirnir eru líka einnig viðkvæmir fyrir gasmengun því að gasið blæs,“ segir hann. Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Ef þú horfir beint í suður frá byggðinni á Völlunum þá ferðu nær gígasvæðinu. Ef það kemur til eldgoss er meiri hætta fyrir þá sem eru þar nær,“ segir Þorvaldur. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, gagnrýndi hann í Morgunblaðinu fyrir að mæla með því að Hafnfirðingar myndu ekki byggja lengra til suðurs. Sagði hún ummælin „óábyrg og óþörf“ og að yfirlýsingar á borð við þessar væru „gáleysislegar.“ Það er að verið væri að taka Hafnarfjörð út fyrir sviga þegar verið væri að ræða eldgosavá á Reykjanesskaga. Runnu á síðasta eldgosatímabili Þorvaldur svarar því neitandi að hin nýju gos á Reykjanesskaga þróist á þann veg að þau nái til Hafnarfjarðar. En Vellirnir standi á tveimur sögulegum hraunum, sem runnu á síðasta eldgosatímabili. Annars vegar er það hraun sem rann úr sprungu við Undirhlíðar á tólftu öld og bjó til Kapelluhraun. „Iðnaðarbyggðin á Völlunum og álverið í Straumsvík ná yfir á þetta svæði,“ segir Þorvaldur. Rósa sagði ummæli Þorvaldar óábyrg og óþörf.Arnar Halldórsson Hins vegar er það hraun frá um 950 sem kom úr gígum sem tilheyra Brennisteinsfjöllum. Það rann til sjávar hjá Hvaleyrar golfvellinum. „Hluti af Völlunum stendur á þessu hrauni. Þetta er annað sögulegt hraun sem myndaðist á síðasta eldgosatímabili á Reykjanesskaga,“ segir Þorvaldur. „Þessi tvö hraun þau nýjustu á höfuðborgarsvæðinu. Það eru einfaldar staðreyndir.“ Skynsamlegt að byggja í austur Byggð sunnan við Velli er á deiliskipulagi Hafnarfjarðar sem gert var fyrir meira en 20 árum síðan. Uppbyggingin núna er hins vegar í Skarðshlíðinni, austan við Vellina. Aðspurður um þetta segir Þorvaldur það mjög skynsamlegt að byggja til austurs út frá eldgosavá. Vænlegt byggingarland sé í hæðunum austan við Vellina. Hraun víða á höfuðborgarsvæðinu Almennt séð segir Þorvaldur litlar líkur á að hraunflæði eldgosa hafi áhrif á íbúabyggðir. Það geti þó gerst og Vellirnir í Hafnarfirði eru ekki eina hverfið á höfuðborgarsvæðinu sem sú hætta er til staðar á. „Ef Bláfjöll eða Brennisteinsfjöll gjósa geta þau sent hraun í átt til Reykjavíkur,“ segir Þorvaldur. Við skíðasvæðin séu gígar og þaðan liggi hraunbunki sem teygir sig í átt að Elliðavatni. „Það þarf ekkert óvenjulega stórt hraun til þess að teygja sig í áttina að efstu byggðum Reykjavíkur. En mörg svæðin eru uppi á hæð og hraunið flæðir ekki upp í móti,“ segir Þorvaldur. Leitarhraunið teygir sig frá Bláfjallasvæðinu niður í Elliðaár. Gervigígarnir á Rauðhólum mynduðust þegar það hraun rann yfir forvera sinn. Annar gýgur er Búrfellsgígurinn í Heiðmörk. Hann sendi hraun fyrir sjö þúsund árum sem ýmist er kallað Hafnarfjarðarhraun, Vífilsstaðahraun, Garðahraun eða Gálgahraun. „Fólk hefur byggt í þessu hrauni. Ef hraun hefur runnið þarna einu sinni getur það gert það aftur. En við vitum ekkert hvenær og það eru í sjálfu sér litlar líkur á því að það gerist í okkar líftíma,“ segir Þorvaldur. Grindavík berskjölduðust Hættan er mismikil í þéttbýlinu á Reykjanesskaga. Að sögn Þorvaldar er Grindavík berskjölduðust. Grindavík er næst virkum gígasvæðum, bæði í Svartsengi og annars staðar vestan við bæinn. „Fólk hefur búið í Grindavík í langan tíma, því hefur liðið vel þar og ekkert er til fyrirstöðu að það geti haldið áfram að búa þar,“ segir Þorvaldur. „En fólk þarf að vera meðvitað um að það gæti gosið þar nálægt og hraun streymt í áttina að bænum.“ Vogar á Vatnsleysuströnd sitja á nútímahrauni. Þorvaldur segir að það þurfi stórt gos til að hraun flæði þangað en það sé ekki útilokað. Reykjanesbær, Garðurinn og Sandgerði eru svo til stikkfrí frá hraunflæði en Hafnir eru á tiltölulega ungu hrauni. „Svo getur komið gjóskugos og allir þessir staðir, líka höfuðborgarsvæðið, orðið fyrir gjóskufalli. Staðirnir eru líka einnig viðkvæmir fyrir gasmengun því að gasið blæs,“ segir hann.
Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira