Fær engar bætur eftir árekstur við barn Árni Sæberg skrifar 13. júlí 2023 10:49 Drengurinn ók rafhlaupahjóli þegar konan hjólaði í veg fyrir hann. Vísir/Vilhelm Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða. Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar vátryggingarmála, en konan hafði farið fram á bætur úr fjölskyldutryggingu foreldra drengsins en fengið synjun frá Vís. Konan hélt því fram að drengurinn hefði valdið slysinu með saknæmum hætti og því væri Vís bótaskylt. Máli sínu til stuðnings vísaði konan meðal annars til ákvæða umferðarlaga sem af leiðir að akstur reiðhjóls á göngustíg sé aðeins heimill valdi hann gangandi vegfarendum ekki hættu eða óþægindum og að aðeins sé heimilt að aka reiðhjóli um göngustíg sé þess gætt að ekki sé farið hraðar en sem nemi almennum gönguhraða. Konan lýsti atvikum með þeim hætti að hún hafi ekið rafmagnshjóli eftir miðjum göngustíg á um það bil tíu kílómetra hraða á klukkustund þegar hún kom að mótum stígsins og annars göngustígs, en fyrirhuguð stefna hennar hafi verið þvert yfir þau göngugatnamót. Skyndilega hafi drengurinn komið á rafhlaupahjóli á um 25 kílómetra hraða á klukkustund frá hægri og rekist á hana, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina. Drengurinn hafi mátt bruna eftir gangstéttinni Vís hafnaði bótakröfu konunnar og byggði meðal annars á því að ósannað hafi verið á hvaða hraða drengurinn var, hann hafi ekið beint áfram eftir auðum göngustíg í aðdraganda atviksins, og honum hafi verið fullheimilt að aka á 25 kílómetra hraða á klukkustund. Sú staðreynd að konan hafi komið hjólandi blint í veg fyrir drenginn geri það ekki að verkum að sérstök aðgæsluskylda hafi hvílt á honum. Þá hafnaði Vís því að hámarkshraði á vettvangi hafi verið sem nemi almennum gönguhraða, enda eigi sá áskilnaður aðeins við þegar hjólastígur liggi samhliða göngustíg enda beri hjólreiðamönnum þá að jafnaði að notast við hjólastíginn. Umræddur göngustígur sé ekki samhliða hjólastíg. Loks bar Vís fyrir sig ákvæði umferðarlaga um forgang umferðar frá hægri. Reiðhjólafólk flokkast sem ökumenn Úrskurðarnefndin féllst á það með Vís að ákvæði umferðarlaga, sem konan vísaði til, leiði ekki til þess að aðeins sé heimilt að hjóla á hraða sem samsvari eðlilegum gönguhraða á göngustíg, heldur eigi sú regla aðeins við þegar hjólastígur er samhliða göngustíg en hjólreiðamaður kýs allt að einu að notast við göngustíg. Því hafi ekki verið sannað að drengurinn hafi ekið rafhlaupahjólinu hraðar en á leyfilegum hámarkshraða. Þá segir í úrskurðinum að í umferðarlögum séu reiðhjól skilgreind sem ökutæki og því eigi umferðarreglur fyrir ökumenn einnig við um reiðhjólafólk. Þannig hafi konunni borið að virða hægrirétt við gatnamótin. „Með vísan til alls þessa verður að líta svo á að tjón [konunnar] verði rakið til óhappatilviks og þess að [konan] hjólaði þvert yfir gatnamót án þess að gæta nægilega að umferð frá hægri. Hefur í öllu falli ekki verið sýnt fram á með fyrirliggjandi gögnum að það sé að rekja til skaðabótaskyldrar háttsemi [drengsins]. Tryggingar Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði úrskurðarnefndar vátryggingarmála, en konan hafði farið fram á bætur úr fjölskyldutryggingu foreldra drengsins en fengið synjun frá Vís. Konan hélt því fram að drengurinn hefði valdið slysinu með saknæmum hætti og því væri Vís bótaskylt. Máli sínu til stuðnings vísaði konan meðal annars til ákvæða umferðarlaga sem af leiðir að akstur reiðhjóls á göngustíg sé aðeins heimill valdi hann gangandi vegfarendum ekki hættu eða óþægindum og að aðeins sé heimilt að aka reiðhjóli um göngustíg sé þess gætt að ekki sé farið hraðar en sem nemi almennum gönguhraða. Konan lýsti atvikum með þeim hætti að hún hafi ekið rafmagnshjóli eftir miðjum göngustíg á um það bil tíu kílómetra hraða á klukkustund þegar hún kom að mótum stígsins og annars göngustígs, en fyrirhuguð stefna hennar hafi verið þvert yfir þau göngugatnamót. Skyndilega hafi drengurinn komið á rafhlaupahjóli á um 25 kílómetra hraða á klukkustund frá hægri og rekist á hana, með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina. Drengurinn hafi mátt bruna eftir gangstéttinni Vís hafnaði bótakröfu konunnar og byggði meðal annars á því að ósannað hafi verið á hvaða hraða drengurinn var, hann hafi ekið beint áfram eftir auðum göngustíg í aðdraganda atviksins, og honum hafi verið fullheimilt að aka á 25 kílómetra hraða á klukkustund. Sú staðreynd að konan hafi komið hjólandi blint í veg fyrir drenginn geri það ekki að verkum að sérstök aðgæsluskylda hafi hvílt á honum. Þá hafnaði Vís því að hámarkshraði á vettvangi hafi verið sem nemi almennum gönguhraða, enda eigi sá áskilnaður aðeins við þegar hjólastígur liggi samhliða göngustíg enda beri hjólreiðamönnum þá að jafnaði að notast við hjólastíginn. Umræddur göngustígur sé ekki samhliða hjólastíg. Loks bar Vís fyrir sig ákvæði umferðarlaga um forgang umferðar frá hægri. Reiðhjólafólk flokkast sem ökumenn Úrskurðarnefndin féllst á það með Vís að ákvæði umferðarlaga, sem konan vísaði til, leiði ekki til þess að aðeins sé heimilt að hjóla á hraða sem samsvari eðlilegum gönguhraða á göngustíg, heldur eigi sú regla aðeins við þegar hjólastígur er samhliða göngustíg en hjólreiðamaður kýs allt að einu að notast við göngustíg. Því hafi ekki verið sannað að drengurinn hafi ekið rafhlaupahjólinu hraðar en á leyfilegum hámarkshraða. Þá segir í úrskurðinum að í umferðarlögum séu reiðhjól skilgreind sem ökutæki og því eigi umferðarreglur fyrir ökumenn einnig við um reiðhjólafólk. Þannig hafi konunni borið að virða hægrirétt við gatnamótin. „Með vísan til alls þessa verður að líta svo á að tjón [konunnar] verði rakið til óhappatilviks og þess að [konan] hjólaði þvert yfir gatnamót án þess að gæta nægilega að umferð frá hægri. Hefur í öllu falli ekki verið sýnt fram á með fyrirliggjandi gögnum að það sé að rekja til skaðabótaskyldrar háttsemi [drengsins].
Tryggingar Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Rafhlaupahjól Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira