Íslandsvinur og „einn merkasti skáldsagnahöfundur okkar tíma“ látinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. júlí 2023 12:02 Rithöfundurinn varð 94 ára. AP Tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera er látinn, 94 ára að aldri. Að sögn Friðriks Rafnssonar, þýðanda verka hans, var hann að mati margra einn merkasti skáldsagnahöfundur okkar tíma. Talskona Milan Kundera bókasafnsins staðfesti andlát rithöfundarins. Í frétt The Guardian er farið yfir langa og viðburðaríka ævi Kundera. Þar segir meðal annars frá flutningi hans til Frakklands eftir að hafa verið rekinn úr Kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu í tvígang fyrir andkommúnískar athafnir. Þá segir að hann hafi á sínum fjörutíu árum í París skrifað sínar frægustu skáldsögur, til að mynda Óbærilegur léttleiki tilverunnar, og síðustu bók hans, Hátíð merkingarleysunnar. Dapurleg tíðindi Friðrik Rafnsson, þýðandi, hefur þýtt öll verk Kundera á íslensku, skáldsögur, smásögur, leikrit og ritgerðir. Í samtali við Vísi segir hann Kundera hafa verið einn merkasti skáldsagnahöfundur okkar tíma. „Hann er einn af þessum stóru höfundum sem hefur kvatt okkur núna,“ segir Friðrik. „Hann var bæði hlédrægur og lítið til þess að trana sér fram, og vildi helst að fólk læsi bara bækurnar hans,“ segir Friðrik. „Þannig að ef fólk vill minnast hans á einhvern hátt þá ráðlegg ég fólki að lesa eða endurlesa verkin hans og njóta þeirra.“ Friðrik vekur að auki athygli á hve mikill Íslandsvinur höfundurinn var. Hann hafi til að mynda skrifað ritdóm um Svaninn, bók Guðbergs Bergssonar. „Hann greiddi götur íslenskra listamanna úti í heimi líka.“ „Hann var auðvitað 94 ára og svo sem við því að búast að færi að styttast, en það er sama. Þetta eru dapurleg tíðindi,“ segir Friðrik. Bókmenntir Andlát Tékkland Frakkland Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Talskona Milan Kundera bókasafnsins staðfesti andlát rithöfundarins. Í frétt The Guardian er farið yfir langa og viðburðaríka ævi Kundera. Þar segir meðal annars frá flutningi hans til Frakklands eftir að hafa verið rekinn úr Kommúnistaflokki Tékkóslóvakíu í tvígang fyrir andkommúnískar athafnir. Þá segir að hann hafi á sínum fjörutíu árum í París skrifað sínar frægustu skáldsögur, til að mynda Óbærilegur léttleiki tilverunnar, og síðustu bók hans, Hátíð merkingarleysunnar. Dapurleg tíðindi Friðrik Rafnsson, þýðandi, hefur þýtt öll verk Kundera á íslensku, skáldsögur, smásögur, leikrit og ritgerðir. Í samtali við Vísi segir hann Kundera hafa verið einn merkasti skáldsagnahöfundur okkar tíma. „Hann er einn af þessum stóru höfundum sem hefur kvatt okkur núna,“ segir Friðrik. „Hann var bæði hlédrægur og lítið til þess að trana sér fram, og vildi helst að fólk læsi bara bækurnar hans,“ segir Friðrik. „Þannig að ef fólk vill minnast hans á einhvern hátt þá ráðlegg ég fólki að lesa eða endurlesa verkin hans og njóta þeirra.“ Friðrik vekur að auki athygli á hve mikill Íslandsvinur höfundurinn var. Hann hafi til að mynda skrifað ritdóm um Svaninn, bók Guðbergs Bergssonar. „Hann greiddi götur íslenskra listamanna úti í heimi líka.“ „Hann var auðvitað 94 ára og svo sem við því að búast að færi að styttast, en það er sama. Þetta eru dapurleg tíðindi,“ segir Friðrik.
Bókmenntir Andlát Tékkland Frakkland Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira