Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna um borð í Gullfossi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. júlí 2023 08:00 Stefán Þorvaldsson Farþegaskipið Gullfoss var í siglingum á árunum 1950 – 1973 og sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands. Á þessum tíma voru ferðirnar sveipar miklum ævintýraljóma. „Útþráin eykur mátt Ung verður gömul þrá Syngjum og söndum dátt Dvelur oss gleðin hjá Lifum vér ljúfan dag Létt eru þessi kjör Gullfoss með glæstum brag Greiðir oss heillaför“ söng Ellý Vilhjálms í laginu Sumarauka sem kom út árið 1964. Rómantíkin sveif yfir vötnum Í ritinu Það er kominn gestur, sem SAF gaf út árið 2014 er stemningunni um borð í Gullfossi lýst á þennan veg: „Tvö farrými voru um borð og jafnvel þrjú á sumrin og aðstaða farþeganna því nokkuð misjöfn. Millilandaferðirnar voru fínustu skemmtisiglingar. Á morgnana röltu farþegarnir um þilförin, spiluðu, lásu eða sóluðu sig ef þannig viðraði. Í hádeginu var boðið upp á málsverð sem átti fáa sína líka, glæsilegt kalt borð með 30 mismunandi réttum. Eftir hádegi var komið að hlutverki skemmtanastjórans, en því gegndi um tíma Hermann Ragnar Stefánsson danskennari. Þá var farið í félagsvist eða spilað bingó áður en boðið var upp á kaffi og vel útilátið meðlæti. Fyrir kvöldmat klæddu allir sig upp. Karlarnir fóru í dökk jakkaföt og konurnar í brakandi siffonkjóla. Síðan var komið saman á barnum þar sem blandaðir voru kokteilar í gríð og erg. Í matsalnum var svo snæddur fjögurra rétta kvöldverður en að honum loknum fór fram kvöldvaka í reyksalnum, tónleikar í músíksalnum, eða jafnvel ball á dekkinu." Andrúmsloftið í skipinu á þessum gullaldarárum var heillandi. „Þetta var rómantískur staður, skipið – alveg stafna á milli,“ segir Helgi Ívarsson sem var lengi í áhöfninni. Á öðrum stað kemur fram að þegar leið að lokum sjöunda áratugarins var ljóst að rekstrargrundvöllur fyrir íslenskt farþegaskip var ekki lengur til staðar og áætlunarsiglingar yfir Atlantshafið almennt að leggjast af. Flugið hafði leyst siglingar af hólmi og tími til kominn að leggja nafntogaðasta farþegaskipi landsmanna. Alls fór Gullfoss 456 ferðir milli landa á þessum árum og flutti samtals 156.000 farþega. Síðustu árin sem skipið var í förum milli landa að vetri til voru farþegarnir að meðaltali aðeins 10-15 talsins. Áhöfnin var eftir sem áður jafn fjölmenn, eða 67 manns. „Ómurinn af glaumi og gleði í reyksalnum var þagnaður. Gullfoss var seldur úr landi haustið 1973. Skipið endaði á botni Rauðahafsins eftir að hafa orðið eldi að bráð um jólin 1976. Mörgum var mikil eftirsjá að Gullfossi.“ Einstök heimild um gamla tíma Meðfylgjandi ljósmyndir eru flestar teknar á árunum 1954 til 1955 og er í eigu Þorvalds Stefánssonar, bónda á Otradal og áhugaljósmyndara. „Faðir minn Stefán Þorvaldsson var barþjónn á Gullfossi. Hann var einnig barþjónn í Glaumbæ, Naustinu, Hótel Sögu og Hótel Esju,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Hann tók þessar myndir sem varðveittust í geymslu þar til ég fór að gramsa og hef síðan eytt töluverðum tíma að skanna í stafrænt form.“ Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Einu sinni var... Ferðalög Skipaflutningar Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira
„Útþráin eykur mátt Ung verður gömul þrá Syngjum og söndum dátt Dvelur oss gleðin hjá Lifum vér ljúfan dag Létt eru þessi kjör Gullfoss með glæstum brag Greiðir oss heillaför“ söng Ellý Vilhjálms í laginu Sumarauka sem kom út árið 1964. Rómantíkin sveif yfir vötnum Í ritinu Það er kominn gestur, sem SAF gaf út árið 2014 er stemningunni um borð í Gullfossi lýst á þennan veg: „Tvö farrými voru um borð og jafnvel þrjú á sumrin og aðstaða farþeganna því nokkuð misjöfn. Millilandaferðirnar voru fínustu skemmtisiglingar. Á morgnana röltu farþegarnir um þilförin, spiluðu, lásu eða sóluðu sig ef þannig viðraði. Í hádeginu var boðið upp á málsverð sem átti fáa sína líka, glæsilegt kalt borð með 30 mismunandi réttum. Eftir hádegi var komið að hlutverki skemmtanastjórans, en því gegndi um tíma Hermann Ragnar Stefánsson danskennari. Þá var farið í félagsvist eða spilað bingó áður en boðið var upp á kaffi og vel útilátið meðlæti. Fyrir kvöldmat klæddu allir sig upp. Karlarnir fóru í dökk jakkaföt og konurnar í brakandi siffonkjóla. Síðan var komið saman á barnum þar sem blandaðir voru kokteilar í gríð og erg. Í matsalnum var svo snæddur fjögurra rétta kvöldverður en að honum loknum fór fram kvöldvaka í reyksalnum, tónleikar í músíksalnum, eða jafnvel ball á dekkinu." Andrúmsloftið í skipinu á þessum gullaldarárum var heillandi. „Þetta var rómantískur staður, skipið – alveg stafna á milli,“ segir Helgi Ívarsson sem var lengi í áhöfninni. Á öðrum stað kemur fram að þegar leið að lokum sjöunda áratugarins var ljóst að rekstrargrundvöllur fyrir íslenskt farþegaskip var ekki lengur til staðar og áætlunarsiglingar yfir Atlantshafið almennt að leggjast af. Flugið hafði leyst siglingar af hólmi og tími til kominn að leggja nafntogaðasta farþegaskipi landsmanna. Alls fór Gullfoss 456 ferðir milli landa á þessum árum og flutti samtals 156.000 farþega. Síðustu árin sem skipið var í förum milli landa að vetri til voru farþegarnir að meðaltali aðeins 10-15 talsins. Áhöfnin var eftir sem áður jafn fjölmenn, eða 67 manns. „Ómurinn af glaumi og gleði í reyksalnum var þagnaður. Gullfoss var seldur úr landi haustið 1973. Skipið endaði á botni Rauðahafsins eftir að hafa orðið eldi að bráð um jólin 1976. Mörgum var mikil eftirsjá að Gullfossi.“ Einstök heimild um gamla tíma Meðfylgjandi ljósmyndir eru flestar teknar á árunum 1954 til 1955 og er í eigu Þorvalds Stefánssonar, bónda á Otradal og áhugaljósmyndara. „Faðir minn Stefán Þorvaldsson var barþjónn á Gullfossi. Hann var einnig barþjónn í Glaumbæ, Naustinu, Hótel Sögu og Hótel Esju,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi. „Hann tók þessar myndir sem varðveittust í geymslu þar til ég fór að gramsa og hef síðan eytt töluverðum tíma að skanna í stafrænt form.“ Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson Stefán Þorvaldsson
Einu sinni var... Ferðalög Skipaflutningar Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira