Greip ekki í Wembanyama og var ekki slegin í gólfið Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2023 08:49 Britney ætlaði að biðja Wembanyama um mynd af sér með honum. Hún segist enn vera aðdáandi körfuboltamannsins. AP Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið. Þetta sést á myndbandi af atviki sem gerðist á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í Las Vegas í vikunni. Bæði Spears og Wembanyama hafa farið rangt með mál varðandi atvikið. Spears hafði haldið því fram að öryggisvörðurinn hefði slegið hana í andlitið svo hún féll í jörðina. Þá hafði Wembanyama sagt að hún hefði gripið í sig og þess vegna hefði öryggisvörðurinn brugðist við. Sjá einnig: Britney slegin í gólfið af öryggisverði Wembanyama Spears tilkynnti atvikið til lögreglu og sakaði öryggisvörðinn um líkamsárás. Lögreglan í Las Vegas hefur skoðað málið og verður engin ákærður vegna þessa, samkvæmt frétt TMZ. Miðillinn hefur komið höndum yfir myndband af atvikinu. Spears birti færslu á Instagram í nótt þar sem hún benti á að hún hefði verið í tónlistarbransanum í fjölmörg ár og umgengist frægasta fólk heims. Hún hefði aldrei orðið vitni að því að öryggisvörður hefði áður slegið manneskju. Þá segir hún að viðbrögð hennar hafi verið slæm en í senn kostuleg. Hún heyrðist blóta Wembanyama og öryggisverðinum á myndbandinu. Hún sagðist hafa fundist hún vera bjargarlaus í gegnum árin og að ekki hafi verið komið fram við hana á eðlilegan máta. Spears sagðist þó enn vera aðdáandi körfuboltamannsins. Það sé ekki hans sök að öryggisvörður hans hafi slegið hana. View this post on Instagram A post shared by Maria River Red (@britneyspears) Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Þetta sést á myndbandi af atviki sem gerðist á veitingastaðnum Catch í ARIA-spilavítishótelinu í Las Vegas í vikunni. Bæði Spears og Wembanyama hafa farið rangt með mál varðandi atvikið. Spears hafði haldið því fram að öryggisvörðurinn hefði slegið hana í andlitið svo hún féll í jörðina. Þá hafði Wembanyama sagt að hún hefði gripið í sig og þess vegna hefði öryggisvörðurinn brugðist við. Sjá einnig: Britney slegin í gólfið af öryggisverði Wembanyama Spears tilkynnti atvikið til lögreglu og sakaði öryggisvörðinn um líkamsárás. Lögreglan í Las Vegas hefur skoðað málið og verður engin ákærður vegna þessa, samkvæmt frétt TMZ. Miðillinn hefur komið höndum yfir myndband af atvikinu. Spears birti færslu á Instagram í nótt þar sem hún benti á að hún hefði verið í tónlistarbransanum í fjölmörg ár og umgengist frægasta fólk heims. Hún hefði aldrei orðið vitni að því að öryggisvörður hefði áður slegið manneskju. Þá segir hún að viðbrögð hennar hafi verið slæm en í senn kostuleg. Hún heyrðist blóta Wembanyama og öryggisverðinum á myndbandinu. Hún sagðist hafa fundist hún vera bjargarlaus í gegnum árin og að ekki hafi verið komið fram við hana á eðlilegan máta. Spears sagðist þó enn vera aðdáandi körfuboltamannsins. Það sé ekki hans sök að öryggisvörður hans hafi slegið hana. View this post on Instagram A post shared by Maria River Red (@britneyspears)
Bandaríkin NBA Tónlist Hollywood Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira