Hættir tímabundið sem rektor og vinnur að heimildamynd í Úkraínu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júlí 2023 09:53 Börkur og Valur eru mættir til Úkraínu. Kvikmyndaskóli Íslands Börkur Gunnarsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, hefur lagt leið sína til Úkraínu í þeim tilgangi að taka upp heimildamynd um þær menningarbreytingar sem nú eiga sér stað í landinu. Í tilkynningu á vef Kvikmyndaskólans segir frá ferðalögum Barkar. Á síðasta ári dvaldi Börkur, ásamt Val Gunnarssyni, rithöfundi og blaðamanni, í sex vikur í Úkraínu þar sem þeir fluttu fréttir frá stríðinu fyrir Ríkisútvarpið. Í leiðinni vann Börkur grunn að heimildamynd sem hann hyggst nú klára. Þá kemur fram að Börkur hefur starfað sem blaðamaður um árabil en hann hóf blaðamannaferil sinn á Balkanskaganum í Bosníustríðinu á tíunda áratugnum og hefur sinnt störfum á átakasvæðum, meðal annars í Afganistan og Írak. Ferð Barkar hófst á sýningu á fyrstu kvikmynd hans, tékknesku myndinni Silný Kafe, á kvikmyndahátíð í Kosice í Slóvakíu. Þá lá leiðin yfir landamærin til Úkraínu þar sem Börkur og Valur hyggjast ljúka við upptökur á myndinni. Kvikmyndin Silný Kafe er fyrsta kvikmynd Barkar.Kvikmyndaskóli Íslands Í fjarveru Barkar kemur Hlín Jóhannesdóttir, framleiðandi og núverandi starfsmannastjóri Kvikmyndaskólans, til með að hlaupa í skarð hans sem rektor skólans. Kvikmyndagerð á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bíó og sjónvarp Skóla- og menntamál Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Kvikmyndaskólans segir frá ferðalögum Barkar. Á síðasta ári dvaldi Börkur, ásamt Val Gunnarssyni, rithöfundi og blaðamanni, í sex vikur í Úkraínu þar sem þeir fluttu fréttir frá stríðinu fyrir Ríkisútvarpið. Í leiðinni vann Börkur grunn að heimildamynd sem hann hyggst nú klára. Þá kemur fram að Börkur hefur starfað sem blaðamaður um árabil en hann hóf blaðamannaferil sinn á Balkanskaganum í Bosníustríðinu á tíunda áratugnum og hefur sinnt störfum á átakasvæðum, meðal annars í Afganistan og Írak. Ferð Barkar hófst á sýningu á fyrstu kvikmynd hans, tékknesku myndinni Silný Kafe, á kvikmyndahátíð í Kosice í Slóvakíu. Þá lá leiðin yfir landamærin til Úkraínu þar sem Börkur og Valur hyggjast ljúka við upptökur á myndinni. Kvikmyndin Silný Kafe er fyrsta kvikmynd Barkar.Kvikmyndaskóli Íslands Í fjarveru Barkar kemur Hlín Jóhannesdóttir, framleiðandi og núverandi starfsmannastjóri Kvikmyndaskólans, til með að hlaupa í skarð hans sem rektor skólans.
Kvikmyndagerð á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bíó og sjónvarp Skóla- og menntamál Málefni Kvikmyndaskóla Íslands Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira