Sneri aftur fimmtíu árum eftir getnað Kristinn Haukur Guðnason og Eiður Þór Árnason skrifa 6. júlí 2023 23:01 Atli Steinn viðurkennir að þetta sé óvenjulegt frí. Blaðamaðurinn Atli Steinn Guðmundsson heimsótti á þriðjudag bandaríska smábæinn Sterling í Colorado, nákvæmlega fimmtíu árum eftir að hann var getinn á þeim stað. „Ég var búinn að pæla í þessu í nokkur ár og er ánægður með að ég hafi látið verða af þessu,“ segir Atli Steinn, sem starfar hjá Morgunblaðinu en er búsettur í bænum Tønsberg í Noregi. „Þetta ferðalag gekk út á að heimsækja minn líffræðilega upprunastað, Sterling í Colorado þar sem ég varð til 4. júlí árið 1973.“ Atli Steinn viðurkennir að þetta sé svolítið óvenjulegt frí en segir að þetta sé skemmtilegt. Þegar blaðamaður Vísis nær af honum tali er hann staddur á hótelherbergi í Las Vegas, í steikjandi hita. 38 gráðum. „Ég sit hérna með öskrandi loftkælinguna í botni. Ég er Íslendingur í húð og hár og þoli ekkert meira en 25 gráður,“ segir hann. Mjög skipulögð kona En aðeins að forsögunni. Foreldrar Atla Steins voru Ragnheiður Briem og Guðmundur Elíasson, bæði látin. Á árunum 1969 til 1973 voru þau í námi í bænum Ann Arbor í Michigan. Ragnheiður var í doktorsnámi í kennslufræði og Guðmundur í sérgreinanámi í læknisfræði. Hótelið í Sterling var huggulegt. Seinna kenndi Ragnheiður íslensku í Menntaskólanum í Reykjavík og Guðmundur starfaði sem heimilislæknir á Domus Medica. Atli Steinn segist hafa vitað að þau hafi verið mjög ánægð með þennan tíma sinn í Bandaríkjunum, þau töluðu mikið um hann og sýndu gjarnan ljósmyndir sem þau tóku. Atli Steinn fékk því svolitla innsýn inn í þetta. Hann fékk einnig að heyra það frá móður sinni að hann hafi komið undir á þessum degi í þessum bæ. „Ég treysti því alveg að mamma hafi ekkert verið að bulla með þetta,“ segir Atli Steinn. „Hún var mjög skipulögð kona.“ 36 kirkjur en 1 bar Atli Steinn flaug á föstudaginn til Denver í Colorado. Landslagið við þjóðvegina er stórbrotið í Klettafjöllunum. Þó að Colorado sé fallegur staður og nóg að sjá bæði í Denver og á vegunum þá mælir hann ekkert sérstaklega með Sterling, þar sem búa um 14 þúsund manns. „Þessi bær er alveg hundleiðinlegur. Þarna eru 36 kirkjur en aðeins einn bar og tvær áfengisútsölur,“ segir hann. Hótelið hafi þó verið nokkuð huggulegt og hann segir að það hafi snert hann svolítið að vera þarna. „Mamma hélt ítarlega dagbók og ég tók hana með mér. Hún lýsti því á þessum degi hvernig þau keyrðu yfir allt Iowa. Komu svo til Sterling, fóru út að borða og hlustuðu á einhverja ræðu frá Nixon Bandaríkjaforseta í sjónvarpinu, sem var ábyggilega svarthvítt. Svo bilaði klakavélin á hótelinu og svona,“ segir Atli Steinn. „Það hafði alveg áhrif á mig að vera þarna sem foreldrar mínir höfðu verið fyrir fimmtíu árum upp á dag.“ Utah á sjö tímum Atli Steinn dvaldi ekki lengi á getnaðarstaðnum heldur leigði hvítan Mustang blæjubíl og dreif sig strax um morgunsárið vestur eftir Colorado, Utah og Nevada til Las Vegas. Það voru 909 mílur á sautján klukkustundum. „Ég keyrði yfir allt Utah á sjö klukkutímum sem er hálfgerð klikkun. Þarna eru mjög fáar bensínstöðvar. Ég var kominn á ljósið nokkrum sinnum,“ segir hann. Markmiðið var að ná til Vegas til að fagna þar þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. „Ég rétt náði þessu. Kom þangað klukkan 23:46. Þá var ég orðinn mjög þreyttur en horfði aðeins á flugeldasýninguna, fékk mér svo eitt hvítvínsglas og sofnaði,“ segir Atli Steinn. Utah var keyrt á aðeins sjö tímum. Hann er þó ekki óvanur langri keyrslu á þjóðvegum Ameríku. En haustið 2019 keyrði hann ásamt þáverandi eiginkonu sinni átta þúsund kílómetra leið frá Boston til San Francisco, á þjóðvegi 66. „Mér var vel illt í rassinum eftir þann akstur þannig að þessi ferð var frekar einföld í samanburðinum,“ segir Atli Steinn brattur. Hann segir gaman að koma til Bandaríkjanna og keyra þar um. Þar sé þægilegra vegakerfi en í Evrópu og bensínið ódýrara. Þó að tilgangurinn hafi verið að verja líffræðilegu fimmtugsafmæli sínu á getnaðarstaðnum þá hefur hann notað ferðina til að eiga „eðlilegt frí.“ Á eftir dvöl í Las Vegas er ferðinni heitið vestur til San Franscisco. Borg sem hann elskar. „Ég er algjör San Francisco fíkill, ég dýrka þá borg,“ segir Atli Steinn. Snýr hann svo heim á sunnudag. Atli Steinn er ekki óvanur langri keyrslu á ameríska þjóðveginum. Eftir Sterling tók við sautján tíma keyrsla til Las Vegas. Atli Steinn mælir með Denver í Colorado. Hresst fólk og fínn matur. Hvíti blæjumustanginn Bensínið er ódýrara en í Evrópu. Bandaríkin Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
„Ég var búinn að pæla í þessu í nokkur ár og er ánægður með að ég hafi látið verða af þessu,“ segir Atli Steinn, sem starfar hjá Morgunblaðinu en er búsettur í bænum Tønsberg í Noregi. „Þetta ferðalag gekk út á að heimsækja minn líffræðilega upprunastað, Sterling í Colorado þar sem ég varð til 4. júlí árið 1973.“ Atli Steinn viðurkennir að þetta sé svolítið óvenjulegt frí en segir að þetta sé skemmtilegt. Þegar blaðamaður Vísis nær af honum tali er hann staddur á hótelherbergi í Las Vegas, í steikjandi hita. 38 gráðum. „Ég sit hérna með öskrandi loftkælinguna í botni. Ég er Íslendingur í húð og hár og þoli ekkert meira en 25 gráður,“ segir hann. Mjög skipulögð kona En aðeins að forsögunni. Foreldrar Atla Steins voru Ragnheiður Briem og Guðmundur Elíasson, bæði látin. Á árunum 1969 til 1973 voru þau í námi í bænum Ann Arbor í Michigan. Ragnheiður var í doktorsnámi í kennslufræði og Guðmundur í sérgreinanámi í læknisfræði. Hótelið í Sterling var huggulegt. Seinna kenndi Ragnheiður íslensku í Menntaskólanum í Reykjavík og Guðmundur starfaði sem heimilislæknir á Domus Medica. Atli Steinn segist hafa vitað að þau hafi verið mjög ánægð með þennan tíma sinn í Bandaríkjunum, þau töluðu mikið um hann og sýndu gjarnan ljósmyndir sem þau tóku. Atli Steinn fékk því svolitla innsýn inn í þetta. Hann fékk einnig að heyra það frá móður sinni að hann hafi komið undir á þessum degi í þessum bæ. „Ég treysti því alveg að mamma hafi ekkert verið að bulla með þetta,“ segir Atli Steinn. „Hún var mjög skipulögð kona.“ 36 kirkjur en 1 bar Atli Steinn flaug á föstudaginn til Denver í Colorado. Landslagið við þjóðvegina er stórbrotið í Klettafjöllunum. Þó að Colorado sé fallegur staður og nóg að sjá bæði í Denver og á vegunum þá mælir hann ekkert sérstaklega með Sterling, þar sem búa um 14 þúsund manns. „Þessi bær er alveg hundleiðinlegur. Þarna eru 36 kirkjur en aðeins einn bar og tvær áfengisútsölur,“ segir hann. Hótelið hafi þó verið nokkuð huggulegt og hann segir að það hafi snert hann svolítið að vera þarna. „Mamma hélt ítarlega dagbók og ég tók hana með mér. Hún lýsti því á þessum degi hvernig þau keyrðu yfir allt Iowa. Komu svo til Sterling, fóru út að borða og hlustuðu á einhverja ræðu frá Nixon Bandaríkjaforseta í sjónvarpinu, sem var ábyggilega svarthvítt. Svo bilaði klakavélin á hótelinu og svona,“ segir Atli Steinn. „Það hafði alveg áhrif á mig að vera þarna sem foreldrar mínir höfðu verið fyrir fimmtíu árum upp á dag.“ Utah á sjö tímum Atli Steinn dvaldi ekki lengi á getnaðarstaðnum heldur leigði hvítan Mustang blæjubíl og dreif sig strax um morgunsárið vestur eftir Colorado, Utah og Nevada til Las Vegas. Það voru 909 mílur á sautján klukkustundum. „Ég keyrði yfir allt Utah á sjö klukkutímum sem er hálfgerð klikkun. Þarna eru mjög fáar bensínstöðvar. Ég var kominn á ljósið nokkrum sinnum,“ segir hann. Markmiðið var að ná til Vegas til að fagna þar þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. „Ég rétt náði þessu. Kom þangað klukkan 23:46. Þá var ég orðinn mjög þreyttur en horfði aðeins á flugeldasýninguna, fékk mér svo eitt hvítvínsglas og sofnaði,“ segir Atli Steinn. Utah var keyrt á aðeins sjö tímum. Hann er þó ekki óvanur langri keyrslu á þjóðvegum Ameríku. En haustið 2019 keyrði hann ásamt þáverandi eiginkonu sinni átta þúsund kílómetra leið frá Boston til San Francisco, á þjóðvegi 66. „Mér var vel illt í rassinum eftir þann akstur þannig að þessi ferð var frekar einföld í samanburðinum,“ segir Atli Steinn brattur. Hann segir gaman að koma til Bandaríkjanna og keyra þar um. Þar sé þægilegra vegakerfi en í Evrópu og bensínið ódýrara. Þó að tilgangurinn hafi verið að verja líffræðilegu fimmtugsafmæli sínu á getnaðarstaðnum þá hefur hann notað ferðina til að eiga „eðlilegt frí.“ Á eftir dvöl í Las Vegas er ferðinni heitið vestur til San Franscisco. Borg sem hann elskar. „Ég er algjör San Francisco fíkill, ég dýrka þá borg,“ segir Atli Steinn. Snýr hann svo heim á sunnudag. Atli Steinn er ekki óvanur langri keyrslu á ameríska þjóðveginum. Eftir Sterling tók við sautján tíma keyrsla til Las Vegas. Atli Steinn mælir með Denver í Colorado. Hresst fólk og fínn matur. Hvíti blæjumustanginn Bensínið er ódýrara en í Evrópu.
Bandaríkin Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira