Meirihluti íbúa á móti vindmyllum í Þykkvabæ Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2023 11:20 Ónýtar vindmyllur voru felldar í Þykkvabæ í fyrra. Íbúum þar virðist ekki hugnast að fá nýjar í þeirra stað. Vísir/Egill Aðalsteinsson Aðeins rúmur þriðjungur íbúa í Þykkvabæ og nágrenni eru hlynntir því að nýjar vindmyllur verði reistar í stað annarra sem voru teknar niður í fyrra. Töluverður munur var á afstöðu íbúa eftir því hversu nálægt þeir búa við fyrirhugaðar vindrafstöðvar. Tvær vindmyllur fyrirtækisins Biokraft sem voru notaðir til að framleiða rafmagn í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra voru teknar niður í fyrra. Þær skemmdust báðar í eldsvoða, önnur þeirra árið 2017 en hin á nýársdag í fyrra. Töluverður darraðardans varð þegar seinni vindmyllan var tekin niður í september en hún stóð af sér ítrekaðar tilraunir til þess að fella hana. Áform eru uppi um að reisa tvær nýjar vindrafstöðvar í Þykkvabæ. Í tilefni af því lagði sveitarfélagið viðhorfskönnun fyrir 162 fullorðna íbúa í gamla Djúpárhreppi og spurði um afstöðu þeirra til verkefnisins í maí og júní. Af þeim 86 sem svöruðu sögðust 54,1 prósent andvíg nýjum vindmyllum í bænum. Flestir þeirra sem lýsti yfir andstöðu við áformin sögðust mjög andvígir, 35 af 46 neikvæðum svarendum. Hlynnt voru 35,3 prósent (30 manns), flestir þeirra mjög hlynntir (23). Andstaðan mun meiri á meðal þeirra sem búa næst Þeir sem búa fimm kílómetrum eða fjær frá fyrirhugðum vindrafstöðvum voru merkjanlega jákvæðari í garð þeirra en þeir sem nær búa, að því er kemur fram í fundargerð byggðarráðs Rangárþings ytra. Þeir sem búa fjær fyrirhuguðum vindmyllunum skiptust í jafnstórar fylkingar, 40,7 prósent með og á móti en 18,5 prósent í meðallagi andvíg eða hlynnt. Af þeim sem búa innan við fimm kílómetrum frá vindrafstöðvunum sögðust aðeins 32,1 prósent hlynnt en 60,7 prósent andvíg. Þeir sem sögðust í meðallagi voru 7,1 prósent. Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Orkumál Tengdar fréttir Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið. 20. september 2022 21:25 Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum Sjá meira
Tvær vindmyllur fyrirtækisins Biokraft sem voru notaðir til að framleiða rafmagn í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra voru teknar niður í fyrra. Þær skemmdust báðar í eldsvoða, önnur þeirra árið 2017 en hin á nýársdag í fyrra. Töluverður darraðardans varð þegar seinni vindmyllan var tekin niður í september en hún stóð af sér ítrekaðar tilraunir til þess að fella hana. Áform eru uppi um að reisa tvær nýjar vindrafstöðvar í Þykkvabæ. Í tilefni af því lagði sveitarfélagið viðhorfskönnun fyrir 162 fullorðna íbúa í gamla Djúpárhreppi og spurði um afstöðu þeirra til verkefnisins í maí og júní. Af þeim 86 sem svöruðu sögðust 54,1 prósent andvíg nýjum vindmyllum í bænum. Flestir þeirra sem lýsti yfir andstöðu við áformin sögðust mjög andvígir, 35 af 46 neikvæðum svarendum. Hlynnt voru 35,3 prósent (30 manns), flestir þeirra mjög hlynntir (23). Andstaðan mun meiri á meðal þeirra sem búa næst Þeir sem búa fimm kílómetrum eða fjær frá fyrirhugðum vindrafstöðvum voru merkjanlega jákvæðari í garð þeirra en þeir sem nær búa, að því er kemur fram í fundargerð byggðarráðs Rangárþings ytra. Þeir sem búa fjær fyrirhuguðum vindmyllunum skiptust í jafnstórar fylkingar, 40,7 prósent með og á móti en 18,5 prósent í meðallagi andvíg eða hlynnt. Af þeim sem búa innan við fimm kílómetrum frá vindrafstöðvunum sögðust aðeins 32,1 prósent hlynnt en 60,7 prósent andvíg. Þeir sem sögðust í meðallagi voru 7,1 prósent.
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Orkumál Tengdar fréttir Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið. 20. september 2022 21:25 Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum Sjá meira
Engin vindmylla eftir í Þykkvabæ Eftirstandandi vindmyllan í Þykkvabæ var felld í dag, níu mánuðum eftir að fyrri myllan var sprengd niður. Verkið gekk mun hraðar fyrir sig en síðast enda ákveðið að hvíla sprengjurnar í þetta skiptið. 20. september 2022 21:25
Tjakkurinn gerði gæfumuninn þegar seinni vindmyllan var felld Seinni vindmyllan í Þykkvabæ féll til jarðar á fjórða tímanum í dag eftir að sérfræðingar Hringrásar skáru hana í sundur. Tjakkur gerði gæfumuninn í þetta skipti. 20. september 2022 15:45