Lægsta tilboði hafnað 44 sinnum á síðustu fimm árum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júlí 2023 12:24 Í 27 skipti af 44 var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun en í sumum tilvikum uppfylltu lægstbjóðendur ekki hæfiskröfur. Vísir/Vilhelm Vegagerðin hafnaði lægsta tilboði í útboði 44 sinnum á síðustu fimm árum. Á sama tíma voru 489 samningar undirritaðir. Þetta kemur fram í svörum innviðaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um útboð Vegagerðarinnar. Í 27 skipti af 44 var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun en í sumum tilvikum uppfylltu lægstbjóðendur ekki hæfiskröfur. Þá sögðu verktakar sig frá verkinu í nokkrum tilvikum. Hér fyrir neðan má sjá svör ráðherra, sundurliðuð eftir ári: Árið 2018 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði níu sinnum. Í fimm tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun verkanna. Í tveimur tilfellum sagði lægstbjóðandi sig frá verkinu vegna annarra verkefna, í einu tilfelli sagði lægstbjóðandi sig frá verkinu vegna reiknivillu í tilboðsgerð og í einu tilfelli var tilboð lægstbjóðanda ógilt vegna ófullnægjandi gagna. Alls voru undirritaðir 103 samningar á árinu. Árið 2019 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði ellefu sinnum. Í fimm tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í fimm tilfellum uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur (t.d. um verkreynslu) og í einu tilfelli var öllum tilboðum hafnað vegna fjárheimilda, útboði breytt og það boðið út aftur. Alls voru undirritaðir 123 samningar á árinu. Árið 2020 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði fjórum sinnum. Í tveimur tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í einu tilfelli uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur um verkreynslu og í öðru tilfelli var útboðið byggt á grundvelli matslíkans þar sem horft var á verð sem og hæfni. Alls voru undirritaðir 97 samningar á árinu. Árið 2021 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði ellefu sinnum. Í átta tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í tveimur tilfellum sagði verktaki sig frá verkinu og í einu tilfelli uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur þar sem eigið fé var neikvætt. Alls voru undirritaðir 102 samningar á árinu. Árið 2022 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði níu sinnum. Í sjö tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í tveimur tilfellum var útboðið byggt á grundvelli matslíkans þar sem horft var á verð sem og hæfni. Alls voru undirritaðir 64 samningar á árinu. Vegagerð Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum innviðaráðherra við fyrirspurn Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um útboð Vegagerðarinnar. Í 27 skipti af 44 var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun en í sumum tilvikum uppfylltu lægstbjóðendur ekki hæfiskröfur. Þá sögðu verktakar sig frá verkinu í nokkrum tilvikum. Hér fyrir neðan má sjá svör ráðherra, sundurliðuð eftir ári: Árið 2018 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði níu sinnum. Í fimm tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun verkanna. Í tveimur tilfellum sagði lægstbjóðandi sig frá verkinu vegna annarra verkefna, í einu tilfelli sagði lægstbjóðandi sig frá verkinu vegna reiknivillu í tilboðsgerð og í einu tilfelli var tilboð lægstbjóðanda ógilt vegna ófullnægjandi gagna. Alls voru undirritaðir 103 samningar á árinu. Árið 2019 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði ellefu sinnum. Í fimm tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í fimm tilfellum uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur (t.d. um verkreynslu) og í einu tilfelli var öllum tilboðum hafnað vegna fjárheimilda, útboði breytt og það boðið út aftur. Alls voru undirritaðir 123 samningar á árinu. Árið 2020 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði fjórum sinnum. Í tveimur tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í einu tilfelli uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur um verkreynslu og í öðru tilfelli var útboðið byggt á grundvelli matslíkans þar sem horft var á verð sem og hæfni. Alls voru undirritaðir 97 samningar á árinu. Árið 2021 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði ellefu sinnum. Í átta tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í tveimur tilfellum sagði verktaki sig frá verkinu og í einu tilfelli uppfyllti lægstbjóðandi ekki hæfiskröfur þar sem eigið fé var neikvætt. Alls voru undirritaðir 102 samningar á árinu. Árið 2022 hafnaði Vegagerðin lægsta boði í útboði níu sinnum. Í sjö tilfellum var öllum tilboðum hafnað þar sem þau voru verulega yfir kostnaðaráætlun. Í tveimur tilfellum var útboðið byggt á grundvelli matslíkans þar sem horft var á verð sem og hæfni. Alls voru undirritaðir 64 samningar á árinu.
Vegagerð Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira