Flugferð Play til Kaupmannahafnar aflýst með stuttum fyrirvara Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 23:03 Flugferð Play til Kaupmannahafnar í dag var aflýst vegna vélarbilunar. Vísir/Vilhelm Flugferð Play til Kaupmannahafnar klukkan 14.50 í dag var seinkað tvisvar og síðan aflýst með skömmum fyrirvara. Ástæðan var bilun sem kom upp í flugvélinni. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, greindi frá því í samtali við Vísi að vélarbilun hefði valdið því að flugferðinni var aflýst. Hann segir farþegum hafa boðist að fá miðann endurgreiddan, far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða að bóka sig í flugferð annað. Karl Guðlaugsson, faðir og tengdafaðir ungs pars sem átti miða með Play til Kaupmannahafnar var ekki sáttur með vinnubrögð Play sem tvífrestuðu flugferðinni með skömmum fyrirvara áður en henni var að lokum aflýst. Hann sagði erfitt að ná í fulltrúa Play. Ósáttur við lítinn fyrirvara og samskiptaleysi „Ég á börn sem voru að fara með ungabarn í flug með Play í dag til Kaupmannahafnar,“ sagði Karl í samtali við Vísi. „Vélin átti að fara 14.50 og þau fá 13.22 tilkynningu um seinkun um klukkutíma með þriggja mánaða gamalt barn. Svo fá þau aftur klukkan 13.28 aðra lýsingu á seinkun og svo fá þau klukkan 16.03 að fluginu hafi verið aflýst,“ segir hann. Farþegunum var í staðinn boðið að fá miðann endurgreiddan eða far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða flugferð annað. Hins vegar sagði Karl að það hefði ekki gengið neitt að ná í „nokkurn einasta mann, það er enginn til þess að tala við“. Hann segir son sinn og tengdadóttur nauðsynlega hafa þurft að komast til Kaupmannahafnar. Þau hefðu getað komist með flugi Icelandair klukkan hálf fimm ef Play hefði aflýst fluginu frá byrjun en ekki dregið það svona með frestunum. „Það var fullt af Dönum þarna sem köstuðu upp höndum og vissu ekkert hvað þau ættu að gera af því þau náði ekki sambandi við nokkurn einasta mann,“ segir hann. Vélarbilun orsök aflýsingar Upplýsingafulltrúi sagði vélarbilun hafa valdið aflýsingunni og að hægt væri að ná í þjónustuver Play á vefnum. „Það var vélarbilun og farþegum eru boðnir pakkað sem felast í endurgreiðslu eða að bóka sig á næsta lausa flug eða þá eitthvað flug sem hentar frekar annað,“ sagði Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play í viðtali við Vísi. Birgir sagðist ekki vita hvers vegna fluginu var tvisvar seinkað áður en því var aflýst. Hann hefði fengið að vita að því hefði verið aflýst. „Við erum ekki með síma, þjónustuverið okkar er alfarið á netinu þannig það má ná í okkur á Facebook, Instagram og vefnum okkar, Flyplay.com, þar er spjallmenni og hnappur sem segir „Hafðu samband“,“ sagði Birgir um mögulegar leiðir til að ná í flugfélagið. Þjónustuverið svaraði þar öllum skilaboðum eins fljótt og auðið er. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, greindi frá því í samtali við Vísi að vélarbilun hefði valdið því að flugferðinni var aflýst. Hann segir farþegum hafa boðist að fá miðann endurgreiddan, far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða að bóka sig í flugferð annað. Karl Guðlaugsson, faðir og tengdafaðir ungs pars sem átti miða með Play til Kaupmannahafnar var ekki sáttur með vinnubrögð Play sem tvífrestuðu flugferðinni með skömmum fyrirvara áður en henni var að lokum aflýst. Hann sagði erfitt að ná í fulltrúa Play. Ósáttur við lítinn fyrirvara og samskiptaleysi „Ég á börn sem voru að fara með ungabarn í flug með Play í dag til Kaupmannahafnar,“ sagði Karl í samtali við Vísi. „Vélin átti að fara 14.50 og þau fá 13.22 tilkynningu um seinkun um klukkutíma með þriggja mánaða gamalt barn. Svo fá þau aftur klukkan 13.28 aðra lýsingu á seinkun og svo fá þau klukkan 16.03 að fluginu hafi verið aflýst,“ segir hann. Farþegunum var í staðinn boðið að fá miðann endurgreiddan eða far með næstu vél til Kaupmannahafnar eða flugferð annað. Hins vegar sagði Karl að það hefði ekki gengið neitt að ná í „nokkurn einasta mann, það er enginn til þess að tala við“. Hann segir son sinn og tengdadóttur nauðsynlega hafa þurft að komast til Kaupmannahafnar. Þau hefðu getað komist með flugi Icelandair klukkan hálf fimm ef Play hefði aflýst fluginu frá byrjun en ekki dregið það svona með frestunum. „Það var fullt af Dönum þarna sem köstuðu upp höndum og vissu ekkert hvað þau ættu að gera af því þau náði ekki sambandi við nokkurn einasta mann,“ segir hann. Vélarbilun orsök aflýsingar Upplýsingafulltrúi sagði vélarbilun hafa valdið aflýsingunni og að hægt væri að ná í þjónustuver Play á vefnum. „Það var vélarbilun og farþegum eru boðnir pakkað sem felast í endurgreiðslu eða að bóka sig á næsta lausa flug eða þá eitthvað flug sem hentar frekar annað,“ sagði Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play í viðtali við Vísi. Birgir sagðist ekki vita hvers vegna fluginu var tvisvar seinkað áður en því var aflýst. Hann hefði fengið að vita að því hefði verið aflýst. „Við erum ekki með síma, þjónustuverið okkar er alfarið á netinu þannig það má ná í okkur á Facebook, Instagram og vefnum okkar, Flyplay.com, þar er spjallmenni og hnappur sem segir „Hafðu samband“,“ sagði Birgir um mögulegar leiðir til að ná í flugfélagið. Þjónustuverið svaraði þar öllum skilaboðum eins fljótt og auðið er.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Danmörk Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira