Viðbótarkostnaður 152 milljónir vegna fjölgunar starfsfólks Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2023 15:19 Endurskipulagning ráðuneyta þegar ný ríkisstjórn kom sér fyrir á stólum sínum þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir tók við fyrir um tveimur árum kostar sitt. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra hefur lagt sitt að mörkum við að fjölga starfsfólki ráðuneytanna. vísir/ívar fannar Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur staðið í ströngu við að styrkja sitt ráðuneyti frá því ný ríkisstjórn tók við. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna tímabundinnar fjölgunar starfsfólks miðað við lok árs 2022 er 152 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar sem er í fjórum liðum. Ekki liggur fyrir langtímaáætlun um fjölda starfsfólks í ráðuneytinu. Aukinn kostnaður ríkisins vegna fjölgunar ráðuneyta og endurskipulagningar í þeim efnum hefur verið gagnrýndur með tilheyrandi kostnaði og þá einnig það hvernig að uppstokkuninni var staðið. Fullyrt var í umræðum á þingi að þar hafi meira verið tillit tekið til áhugamála ráðherraefna flokkanna frekar en þörf. Á það hefur verið slegið að kostnaður við fjölgun ráðuneyta um tvö í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er áætlaður tæpir tveir milljarðar króna á kjörtímabilinu. Ef kostnaðurinn er svipaður í öðrum ráðuneytum má gera ráð fyrir því að um sé að ræða talsvert meiri fjárhæðir en sem því nemur. Helga Vala spurði meðal annars hversu margt starfsfólk hafi verið ráðið til starfa hjá mennta- og barnamálaráðuneyti frá því að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum 28. nóvember 2021? Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, er ein þeirra sem hefur gagnrýnt það hvernig staðið hefur verið að endurskipulagningu ráðuneyta.vísir/vilhelm Helga Vala vildi fá svar stundurliðað eftir því hvort um væri að ræða skipun í embætti eða ráðningu, hvort um sé að ræða tímabundnar ráðningar/skipanir eða ótímabundnar og þá um hversu mörg ný störf væri að ræða? Í svari segir að í kjölfar skipulagsbreytingar í mennta- og barnamálaráðuneyti í júní 2022 hafi verið skipað í embætti þriggja skrifstofustjóra og ráðuneytisstjóra. Skipanirnar fjórar eru sagðar tímabundnar. Um sé að ræða ný embætti skrifstofustjóra en á sama tíma voru fjögur embætti skrifstofustjóra lögð niður. „Frá 28. nóvember 2021 til loka árs 2022 voru þrettán starfsmenn ráðnir til starfa. Þar af voru fjórir starfsmenn ráðnir ótímabundið. Níu starfsmenn voru ráðnir tímabundið, þar af sjö í ný störf.“ Í svari kemur jafnframt fram að ný og tímabundin störf tengist einkum innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og stefnu um Barnvænt Ísland, undirbúningi heildarlaga um skólaþjónustu og málefnum barna á flótta og barna með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Í svari kemur fram að fjögur embætti skrifstofustjóra hafi verið auglýst laus til umsóknar með auglýsingum sem voru birtar í júní 2022. „Skipað var í þrjú þessara embætta en ákveðið að skipa engan umsækjanda í það fjórða. Þá voru fjórir lögfræðingar ráðnir til starfa í kjölfar auglýsingar, einn ótímabundið og þrír í tímabundin störf.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15. desember 2021 23:24 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Ásmundar Einars við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar sem er í fjórum liðum. Ekki liggur fyrir langtímaáætlun um fjölda starfsfólks í ráðuneytinu. Aukinn kostnaður ríkisins vegna fjölgunar ráðuneyta og endurskipulagningar í þeim efnum hefur verið gagnrýndur með tilheyrandi kostnaði og þá einnig það hvernig að uppstokkuninni var staðið. Fullyrt var í umræðum á þingi að þar hafi meira verið tillit tekið til áhugamála ráðherraefna flokkanna frekar en þörf. Á það hefur verið slegið að kostnaður við fjölgun ráðuneyta um tvö í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er áætlaður tæpir tveir milljarðar króna á kjörtímabilinu. Ef kostnaðurinn er svipaður í öðrum ráðuneytum má gera ráð fyrir því að um sé að ræða talsvert meiri fjárhæðir en sem því nemur. Helga Vala spurði meðal annars hversu margt starfsfólk hafi verið ráðið til starfa hjá mennta- og barnamálaráðuneyti frá því að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum 28. nóvember 2021? Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, er ein þeirra sem hefur gagnrýnt það hvernig staðið hefur verið að endurskipulagningu ráðuneyta.vísir/vilhelm Helga Vala vildi fá svar stundurliðað eftir því hvort um væri að ræða skipun í embætti eða ráðningu, hvort um sé að ræða tímabundnar ráðningar/skipanir eða ótímabundnar og þá um hversu mörg ný störf væri að ræða? Í svari segir að í kjölfar skipulagsbreytingar í mennta- og barnamálaráðuneyti í júní 2022 hafi verið skipað í embætti þriggja skrifstofustjóra og ráðuneytisstjóra. Skipanirnar fjórar eru sagðar tímabundnar. Um sé að ræða ný embætti skrifstofustjóra en á sama tíma voru fjögur embætti skrifstofustjóra lögð niður. „Frá 28. nóvember 2021 til loka árs 2022 voru þrettán starfsmenn ráðnir til starfa. Þar af voru fjórir starfsmenn ráðnir ótímabundið. Níu starfsmenn voru ráðnir tímabundið, þar af sjö í ný störf.“ Í svari kemur jafnframt fram að ný og tímabundin störf tengist einkum innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og stefnu um Barnvænt Ísland, undirbúningi heildarlaga um skólaþjónustu og málefnum barna á flótta og barna með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Í svari kemur fram að fjögur embætti skrifstofustjóra hafi verið auglýst laus til umsóknar með auglýsingum sem voru birtar í júní 2022. „Skipað var í þrjú þessara embætta en ákveðið að skipa engan umsækjanda í það fjórða. Þá voru fjórir lögfræðingar ráðnir til starfa í kjölfar auglýsingar, einn ótímabundið og þrír í tímabundin störf.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15. desember 2021 23:24 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. 15. desember 2021 23:24
Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10