Naomi Campbell eignaðist fyrsta barn sitt, dóttur, í maí 2021 skömmu fyrir 51 árs afmæli sitt og í dag greindi hún frá því á Instagram að hún hefði eignast son.
Campbell sem er nýlega búin að fagna 53 ára afmæli hefur náð að halda óléttunni algjörlega leyndri.
Ekki er enn vitað hvenær eða hvernig drengurinn kom í heiminn né hvað hann heitir en nafn eldri systur hans, sem er rúmlega tveggja ára gömul, hefur heldur ekki verið gert opinbert.
Á myndinni sem Campbell birti á Instagram má sjá ungabarnið klætt í hvít föt frá Dolce & Gabbana og virðist eldri systirin halda í hönd barnsnis.
„Littla yndið mitt, þú mátt vita að þú ert elskaður ómælanlega og umkringdur ást frá augnablikinu sem þú heiðraðir okkur með návist þinni. Sönn gjöf frá Guði,“ skrifaði hún meðal annars við færsluna.
Þá skrifaði hún einnig „Það er aldrei of seint að verða móðir.“