Innlent

For­menn ræddu á­greinings- og á­taka­mál í Pall­borðinu á Vísi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi í Pallborðinu í morgunsárið.
Katrín, Bjarni og Sigurður Ingi í Pallborðinu í morgunsárið. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 8.30 til að ræða ýmis stór mál sem hafa reynst ríkisstjórninni erfið.

Þeirra á meðal má nefna söluna á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka, tímabundið hvalveiðibann matvælaráðherra og útlendingamálin.

Heimir Már Pétursson stjórnar Pallborðinu, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi, auk þess sem hægt verður að lesa beina textalýsingu í vaktinni hér fyrir neðan.

Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×