Sáttin öllu verri en Bankasýsla ríkisins átti von á Helena Rós Sturludóttir skrifar 26. júní 2023 18:59 Lárus Blöndal er stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins. Vísir/Dúi Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sátt fjármálaeftirlits Seðlabankans og Íslandsbanka um sölu bankans á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum öllu verri heldur en þau hafi átt von á. „Það sem er alvarlegt er auðvitað það að menn fari ekki eftir lögum og reglum. Það er auðvitað grundvallaratriði og það sem við höfum áhyggjur af í Bankasýslunni er að við förum með 44,2 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka og hátt í 100 prósenta hlut í Landsbankanum. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að það ríki traust um fjármálakerfið í landinu. Þetta er mjög slæmt innlegg inn í það að menn séu í svona framkvæmd að fara í bága við lög og reglur,“ segir Lárus Blöndal. Aðspurður hvort traust ríki til stjórnenda bankans segir Lárus Bankasýsluna ekki hafa tekið afstöðu til þess. „Ég tel að það skipti bara máli að bæði stjórnin og þeir sem stýri för innan bankans að þeir taki afstöðu til þess hvernig rétt er að haga málum til framtíðar.“ Bankasýslan hefur óskað eftir því að boðað verði til hluthafafundar. „Við óskum eftir því að það verði haldinn hluthafafundur þar sem stjórnendur og stjórn geri grein fyrir þessu máli. Líka því hvernig menn ætla að ávinna það traust sem hefur glatast til baka. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þetta fáist fram og líka hitt að hluthafar geti þá fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim,“ segir Lárus sem er bjartsýnn á að bankinn geti unnið traustið til baka. Skaði sem þurfi að vinna til baka Í sátt FME kom meðal annars fram að bankinn hafi gefið Bankasýslunni villandi upplýsingar varðandi söluna. Lárus segir það engan vegin ásættanlegt, „Það er auðvitað þannig þegar að maður ræður aðila til starfa eins og við gerðum við Íslandsbanka til að annast þessa sölu að þá gengur maður út frá því að menn fari að lögum og reglum. Það er grundvallaratriði sem er sjálfgefið skilyrði fyrir því að ráðningin fari fram. Þannig við auðvitað ætlumst til þess og trúum því ekki að óreyndu að menn geri það ekki,“ segir Lárus og bætir við að málið verði skoðað betur og öllum steinum verði velt. „Okkur finnst alvarlegasta málið það að þetta hefur áhrif á traust til fjármálageirans og það er skaði sem þarf að vinna til baka,“ segir Lárus sem á von á að hluthafafundur fari fyrst fram eftir sumarfrí. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14 Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. 26. júní 2023 16:42 „Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. 26. júní 2023 18:04 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
„Það sem er alvarlegt er auðvitað það að menn fari ekki eftir lögum og reglum. Það er auðvitað grundvallaratriði og það sem við höfum áhyggjur af í Bankasýslunni er að við förum með 44,2 prósenta eignarhlut í Íslandsbanka og hátt í 100 prósenta hlut í Landsbankanum. Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að það ríki traust um fjármálakerfið í landinu. Þetta er mjög slæmt innlegg inn í það að menn séu í svona framkvæmd að fara í bága við lög og reglur,“ segir Lárus Blöndal. Aðspurður hvort traust ríki til stjórnenda bankans segir Lárus Bankasýsluna ekki hafa tekið afstöðu til þess. „Ég tel að það skipti bara máli að bæði stjórnin og þeir sem stýri för innan bankans að þeir taki afstöðu til þess hvernig rétt er að haga málum til framtíðar.“ Bankasýslan hefur óskað eftir því að boðað verði til hluthafafundar. „Við óskum eftir því að það verði haldinn hluthafafundur þar sem stjórnendur og stjórn geri grein fyrir þessu máli. Líka því hvernig menn ætla að ávinna það traust sem hefur glatast til baka. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þetta fáist fram og líka hitt að hluthafar geti þá fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim,“ segir Lárus sem er bjartsýnn á að bankinn geti unnið traustið til baka. Skaði sem þurfi að vinna til baka Í sátt FME kom meðal annars fram að bankinn hafi gefið Bankasýslunni villandi upplýsingar varðandi söluna. Lárus segir það engan vegin ásættanlegt, „Það er auðvitað þannig þegar að maður ræður aðila til starfa eins og við gerðum við Íslandsbanka til að annast þessa sölu að þá gengur maður út frá því að menn fari að lögum og reglum. Það er grundvallaratriði sem er sjálfgefið skilyrði fyrir því að ráðningin fari fram. Þannig við auðvitað ætlumst til þess og trúum því ekki að óreyndu að menn geri það ekki,“ segir Lárus og bætir við að málið verði skoðað betur og öllum steinum verði velt. „Okkur finnst alvarlegasta málið það að þetta hefur áhrif á traust til fjármálageirans og það er skaði sem þarf að vinna til baka,“ segir Lárus sem á von á að hluthafafundur fari fyrst fram eftir sumarfrí.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Stjórnsýsla Íslandsbanki Seðlabankinn Tengdar fréttir Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14 Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. 26. júní 2023 16:42 „Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. 26. júní 2023 18:04 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Bankinn hafi brugðist trausti Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum. 26. júní 2023 17:14
Efni skýrslunnar minni á lýsingar á „subbuskap fyrir hrun“ Tæplega hundrað blaðsíðna skýrsla um sáttina sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans gerði við Íslandsbanka var birt í morgun en efni hennar hefur skotið mörgum skelk í bringu. 26. júní 2023 16:42
„Hæfiskilyrði fyrir aðila í þessum stöðum eru ströng“ Varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands telur að fjármálaeftirlitið hafi sinnt hlutverki sínu vel í rannsókninni á seinna útboðinu á Íslandsbanka. Hún segir hæfiskilyrði stjórnenda Íslandsbanka vera ströng, það sé þó bankans að meta hverju sinni hvort þau séu uppfyllt. 26. júní 2023 18:04