Heimaþjónusta skert á Akureyri: „Það eru ekki umsækjendur um störfin“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2023 13:35 „Ég held að fólk sé bara ekki að sækjast í þessi störf. Það er eitthvað annað sem er að heilla meira,“ segir Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ. Vísir/Vilhelm Erfiðlega gengur að fá fólk til starfa hjá Velferðarsviði Akureyrarbæjar. Forstöðumaður segir stöðuna það versta sem hún hafi séð. Skerða þarf þjónustu við íbúa vegna þessa en skerðingin felur meðal annars í sér að heimilisþrif verða ekki lengur í boði. Rúv greindi frá því í morgun að Velferðarsvið Akureyrarbæjar hafi neyðst til að skerða þjónustu við íbúa í sumar og dregið verði út heimilisþrifum hjá skjólstæðingum. Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ segir þessa stöðu upp koma vegna þess að svo fáir umsækjendur séu um störfin. „Þetta á ekki bara við um stuðningsþjónustuna heldur á þetta við um öll sumarstörf á velferðarsviði," segir Bergdís. „Ég veit að heimahjúkrun er líka í svipuðum málum, þeim hefur líka gengið illa að manna hjá sér og þurfa þess vegna að skera niður. Málið er bara að það eru ekki umsækjendur um störfin.“ „Það er eitthvað annað sem er að heilla meira“ Bergdís kveðst ekki geta sagt til um það hvers vegna hún telji að svo lítil aðsókn sé í störf af þessu tagi. „Fók getur fengið fullt af vinnu og það getur fengið vaktir. Ég held að þetta sé ekki vegna launa, ég held að fólk sé bara ekki að sækjast í þessi störf. Það er eitthvað annað sem er að heilla meira.“ Hún segir stöðuna verri en undanfarin ár. „Þetta er það versta sem við höfum lent í núna. Við vorum í vandræðum í fyrra en þetta er ennþá verra í ár og þess vegna var ákveðið að auglýsa fyrr. Við byrjuðum fljótlega eftir áramót og það voru farnar allskonar leiðir, við settum til dæmis auglýsingar á samfélagsmiðla en þær virðast ekki vera að skila sér.“ Niðurskurðurinn bitnar að sögn Bergdísar eðli málsins samkvæmt mest á skjólstæðingum velferðarsviðsins. Við fórum þá leið að láta auðvitað alla þá þjónustu ganga fyrir sem snýr að því að fólk geti farið á fætur, tekið lyfin sín og geti háttað og annað slíkt. Við tókum því þá ákvörðun að skera niður þar sem mögulega er hægt að kaupa þjónustu annarsstaðar frá, eins og þrif og tiltekt og annað slíkt.“ Bergdís hvetur fólk til að sækja um. „Þetta er mjög spennandi vettvangur og allskonar verkefni, þú hittir fullt af fólki og störfin gefa alls konar möguleika.“ Akureyri Félagsmál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Rúv greindi frá því í morgun að Velferðarsvið Akureyrarbæjar hafi neyðst til að skerða þjónustu við íbúa í sumar og dregið verði út heimilisþrifum hjá skjólstæðingum. Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ segir þessa stöðu upp koma vegna þess að svo fáir umsækjendur séu um störfin. „Þetta á ekki bara við um stuðningsþjónustuna heldur á þetta við um öll sumarstörf á velferðarsviði," segir Bergdís. „Ég veit að heimahjúkrun er líka í svipuðum málum, þeim hefur líka gengið illa að manna hjá sér og þurfa þess vegna að skera niður. Málið er bara að það eru ekki umsækjendur um störfin.“ „Það er eitthvað annað sem er að heilla meira“ Bergdís kveðst ekki geta sagt til um það hvers vegna hún telji að svo lítil aðsókn sé í störf af þessu tagi. „Fók getur fengið fullt af vinnu og það getur fengið vaktir. Ég held að þetta sé ekki vegna launa, ég held að fólk sé bara ekki að sækjast í þessi störf. Það er eitthvað annað sem er að heilla meira.“ Hún segir stöðuna verri en undanfarin ár. „Þetta er það versta sem við höfum lent í núna. Við vorum í vandræðum í fyrra en þetta er ennþá verra í ár og þess vegna var ákveðið að auglýsa fyrr. Við byrjuðum fljótlega eftir áramót og það voru farnar allskonar leiðir, við settum til dæmis auglýsingar á samfélagsmiðla en þær virðast ekki vera að skila sér.“ Niðurskurðurinn bitnar að sögn Bergdísar eðli málsins samkvæmt mest á skjólstæðingum velferðarsviðsins. Við fórum þá leið að láta auðvitað alla þá þjónustu ganga fyrir sem snýr að því að fólk geti farið á fætur, tekið lyfin sín og geti háttað og annað slíkt. Við tókum því þá ákvörðun að skera niður þar sem mögulega er hægt að kaupa þjónustu annarsstaðar frá, eins og þrif og tiltekt og annað slíkt.“ Bergdís hvetur fólk til að sækja um. „Þetta er mjög spennandi vettvangur og allskonar verkefni, þú hittir fullt af fólki og störfin gefa alls konar möguleika.“
Akureyri Félagsmál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira