Innlent

Sprengi­sandur: Rúss­land, út­lendinga­mál og hval­veiðar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Jón Ólafsson sérfræðingur í málefnum Rússlands ræðir um atburði undanfarinna daga, uppreisn Wagner hersins og afleiðingar hennar.

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Þorbjörg Þorvaldsdóttir skiptast á skoðun um málfrelsið og réttinn til tjáningar óvinsælla og óviðeigandi skoðana.

Björn Ingi Hrafnsson og Friðjón R. Friðjónsson rökræða ágreininginn í ríkisstjórninni um hvalamálið, útlendingamál og fleirra sem upp á yfirborðið hefur komið síðustu vikur.

Stefán Vagn Stefánsson formaður atvinnuveganefndar Alþingis fjallar um framhald hvalveiða í ljósi frestunar vertíðar og krafna um að matvælaráðherra endurskoði ákvörðun sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×