Nota fjarstýrðan kafbát en súrefnið á þrotum Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2023 11:46 Þessi mynd var tekin á sunnudaginn, skömmu áður en Títan hvarf. Þarna var verið að undirbúa kafbátinn fyrir fyrstu ferðina að flaki Titanic þetta árið. AP/Action Aviation Leitarmenn á Atlantshafi eru byrjaðir að nota franskan fjarstýrðan kafbát sem hægt er að nota til að senda myndir frá botni hafsins til yfirborðsins í rauntíma. Með honum geta leitarmenn séð botninn og leitað kafbátsins Títan, sem týndist á sunnudaginn er verið var að kafa honum að flaki skipsins Titanic. Áætlaðar súrefnisbirgðir Títan eru þó við það að klárast, miðað við útreikninga sérfræðinga. Franski kafbáturinn kallast Victor 6000 er hann búinn öflugum ljósum sem gerir þeim sem stýra honum kleift að sjá tiltölulega stórt svæði í kringum kafbátinn. Hann er einnig búinn stjórnanlegum örmum sem hægt er að nota til að skera eða fjarlægja brak. Samkvæmt BBC er kafbáturinn í eigu frönsku rannsóknastofnunarinnar Ifremer. Einnig er verið að fljúga öðrum fjarstýrðum kafbáti út á haf frá Bandaríkjunum. Hann á líka að nota við leitina en verður ekki tekinn í notkun fyrr en seinni partinn. Hingað til hefur leitin að Titan verið gerð um borð í skipum og flugvélum með baujum sem notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbátnum var siglt af stað á sunnudagsmorgun og er áætlað að um borð séu súrefnisbirgðir til fjögurra daga. Birgðirnar ættu því að vera að klárast í kringum hádegið að íslenskum tíma, ef kafbáturinn er enn í heilu lagi. Sérfræðingar segja þó að áhöfnin gæti hafa reynt að draga úr súrefnisnotkun með því að reyna að hægja á líkamsstarfsemi þeirra. Um borð í Títan eru þeir Stockton Rush, eigandi OceanGate Expeditions og kafbátsins, Haimsh Harding, breskur auðjöfur, Shahzada Dawood og sonur hans Suleman (19), sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Þeir voru á leið að flaki Titanic á sunnudaginn og slitnaði sambandið við kafbátinn þegar um klukkustund og 45 mínútur voru liðnar af ferðinni að flakinu, sem á að taka um tvo og hálfan tíma. Það var þó ekki fyrr en átta klukkustundum eftir að sambandið slitnaði sem samband var haft við Strandgæslu Bandaríkjanna. Kanada Bandaríkin Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. 20. júní 2023 23:48 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Áætlaðar súrefnisbirgðir Títan eru þó við það að klárast, miðað við útreikninga sérfræðinga. Franski kafbáturinn kallast Victor 6000 er hann búinn öflugum ljósum sem gerir þeim sem stýra honum kleift að sjá tiltölulega stórt svæði í kringum kafbátinn. Hann er einnig búinn stjórnanlegum örmum sem hægt er að nota til að skera eða fjarlægja brak. Samkvæmt BBC er kafbáturinn í eigu frönsku rannsóknastofnunarinnar Ifremer. Einnig er verið að fljúga öðrum fjarstýrðum kafbáti út á haf frá Bandaríkjunum. Hann á líka að nota við leitina en verður ekki tekinn í notkun fyrr en seinni partinn. Hingað til hefur leitin að Titan verið gerð um borð í skipum og flugvélum með baujum sem notaðar eru til að leita að kafbátum. Sjá einnig: Vonir um að bjarga fólkinu um borð í Titan dvína Kafbátnum var siglt af stað á sunnudagsmorgun og er áætlað að um borð séu súrefnisbirgðir til fjögurra daga. Birgðirnar ættu því að vera að klárast í kringum hádegið að íslenskum tíma, ef kafbáturinn er enn í heilu lagi. Sérfræðingar segja þó að áhöfnin gæti hafa reynt að draga úr súrefnisnotkun með því að reyna að hægja á líkamsstarfsemi þeirra. Um borð í Títan eru þeir Stockton Rush, eigandi OceanGate Expeditions og kafbátsins, Haimsh Harding, breskur auðjöfur, Shahzada Dawood og sonur hans Suleman (19), sem eru úr einni auðugustu fjölskyldu Pakistan, og hinn 73 ára gamli Paul-Henry Nargeolet, sem er franskur landkönnuður. Þeir voru á leið að flaki Titanic á sunnudaginn og slitnaði sambandið við kafbátinn þegar um klukkustund og 45 mínútur voru liðnar af ferðinni að flakinu, sem á að taka um tvo og hálfan tíma. Það var þó ekki fyrr en átta klukkustundum eftir að sambandið slitnaði sem samband var haft við Strandgæslu Bandaríkjanna.
Kanada Bandaríkin Titanic Tengdar fréttir Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00 Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45 Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. 20. júní 2023 23:48 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Leita á meðan vonin lifir Leitin að kafbátnum Titan hefur enn engan árangur borið. Forsvarsmenn leitarinnar segja hana flókna og að áhersla sé lögð á að finna uppruna hljóðs sem heyrðist í gærkvöldi. 21. júní 2023 13:00
Hafa numið hljóð neðansjávar í leitinni að Titan Kanadísk flugvél við leit að kafbátnum Titan hefur numið hljóð neðansjávar og uppruna þeirra er nú leitað. Þá vinna sérfræðingar í Bandaríkjunum að því að greina hljóðin. 21. júní 2023 06:45
Minna en fjörutíu tíma birgðir af súrefni eftir Kafbáturinn sem hvarf nálægt flaki Titanic síðastliðinn sunnudagsmorgun hefur ennþá ekki fundist en leitað er að bátnum í kapphlaupi við tímann. Eftir minna en fjörutíu klukkutíma verður súrefnið í kafbátnum á þrotum. 20. júní 2023 23:48