Þeytir flösu kasólétt á fimmtugsaldri og laus við krabbameinið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júní 2023 15:09 Hin hollenska Jansen er komin alveg á steypirinn. Skjáskot/Youtube Floor Jansen, söngkona finnsku þungarokkshljómsveitarinnar Nightwish, kemur fram á síðustu tónleikunum í bili á fimmtudag. Hún sigraðist nýverið á krabbameini og er ólétt af sínu öðru barni. Nightwish komu fram á laugardaginn, 17. júní, á Lemonsoft vellinum í Vaasa í Finnlandi. Þeirra næstu tónleikar, í Osló á fimmtudag, verða þeir síðustu í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Að sögn hljómsveitarinnar er það vegna persónulegra ástæðna. Söngkonan, hin 42 ára gamla Floor Jansen, heillaði aðdáendur upp úr skónum eins og venjulega og gaf ekkert eftir en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á liðnu ári. Í október síðastliðnum tilkynnti Jansen að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein. Daginn eftir fór hún í skurðaðgerð til að fjarlægja meinið sem gekk að hennar sögn vel. Þann 18. nóvember tilkynnti hún svo að hún væri laus við krabbameinið. Í mars síðastliðnum greindi Jansen svo frá því að hún gengi með sitt annað barn og eins og tónleikagestir í Vaasa sáu er hún núna komin alveg á steypirinn. Þetta er annað barn Jansen og eiginmanns hennar, Hannes Van Dahl hins 33 ára trommara sænsku þungarokkssveitarinnar Sabaton. Fyrir eiga þau sex ára gamla dóttur. Plata væntanleg Jansen hefur þeytt flösu síðan hún var sextán ára. Fyrst með hollensku sveitinni After Forever, þá ReVamp sem hún stofnaði árið 2009 og Nightwish frá árinu 2012. Þá hefur Jansen einnig gefið út efni sem sóló tónlistarmaður og meðal annars hitað upp fyrir Metallica sem slíkur. Þrátt fyrir fyrirhugað langt hlé frá tónleikahaldi þá eru Nightwish langt frá því að vera lögst í dvala. Von er á nýrri plötu á næsta ári og þremur tónlistarmyndböndum að sögn sveitarinnar. Tónlist Finnland Holland Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Nightwish komu fram á laugardaginn, 17. júní, á Lemonsoft vellinum í Vaasa í Finnlandi. Þeirra næstu tónleikar, í Osló á fimmtudag, verða þeir síðustu í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Að sögn hljómsveitarinnar er það vegna persónulegra ástæðna. Söngkonan, hin 42 ára gamla Floor Jansen, heillaði aðdáendur upp úr skónum eins og venjulega og gaf ekkert eftir en hún hefur gengið í gegnum ýmislegt á liðnu ári. Í október síðastliðnum tilkynnti Jansen að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein. Daginn eftir fór hún í skurðaðgerð til að fjarlægja meinið sem gekk að hennar sögn vel. Þann 18. nóvember tilkynnti hún svo að hún væri laus við krabbameinið. Í mars síðastliðnum greindi Jansen svo frá því að hún gengi með sitt annað barn og eins og tónleikagestir í Vaasa sáu er hún núna komin alveg á steypirinn. Þetta er annað barn Jansen og eiginmanns hennar, Hannes Van Dahl hins 33 ára trommara sænsku þungarokkssveitarinnar Sabaton. Fyrir eiga þau sex ára gamla dóttur. Plata væntanleg Jansen hefur þeytt flösu síðan hún var sextán ára. Fyrst með hollensku sveitinni After Forever, þá ReVamp sem hún stofnaði árið 2009 og Nightwish frá árinu 2012. Þá hefur Jansen einnig gefið út efni sem sóló tónlistarmaður og meðal annars hitað upp fyrir Metallica sem slíkur. Þrátt fyrir fyrirhugað langt hlé frá tónleikahaldi þá eru Nightwish langt frá því að vera lögst í dvala. Von er á nýrri plötu á næsta ári og þremur tónlistarmyndböndum að sögn sveitarinnar.
Tónlist Finnland Holland Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira