Innlent

Þyrla og skip kölluð út vegna leka á fiski­bát

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Talið er að sprunga hafi komið á byrðing bátsins.
Talið er að sprunga hafi komið á byrðing bátsins. Landsbjörg

Þyrla landhelgisgæslunnar og björgunarskip á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kölluð út á tíunda tímanum í morgun þegar tilkynnt var um að dæla fiskibáts, sem var á veiðum í mynni Arnarfjarðar, hefði ekki undan og lestin væri að fyllast af sjó.

Skip í grenndinni voru að auki beðin um að halda á staðinn. Þyrlan, auk skipsins, var kölluð út á fyrsta forgangi.

Fiskibátar sem staddir voru skammt frá komu fyrstir á staðinn. Áhöfn eins þeirra brást fljótt við og kom dælum sem höfðu undan fyrir um borð á bátnum og hann festur utan á síðu hins bátsins.

Þá var neyðarástandi aflýst og þyrlan afturkölluð en ferð björgunarskipsins haldið til streitu. Skipið mun taka við bátnum og draga hann til hafnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×