Innlent

Tvö vilja verða lands­réttar­dómari

Árni Sæberg skrifar
Ásgerður og Kjartan þóttu jafnhæf síðast þegar þau bitust um stöðu Landsréttardómara.
Ásgerður og Kjartan þóttu jafnhæf síðast þegar þau bitust um stöðu Landsréttardómara. Vísir

Ásgerður Ragnarsdóttir settur landsréttardómari, og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari sóttu um eitt embætti dómara við Landsrétt, þegar það var auglýst laust til umsóknar í lok maí.

Þann 26. maí 2023 auglýsti dómsmálaráðuneytið laust til umsóknar eitt embætti dómara við Landsrétt. Umsóknarfrestur rann út þann 12. júní síðastliðinn, að því er segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Ásgerður var sett dómari við Landsrétt frá og með 8. maí síðastliðnum til og með 28. febrúar 2029. Hæfisnefnd hafði metið Ásgerði og Kjartan Björgvinsson jafnhæf og þurfti ráðherra því að gera upp á milli þeirra, þegar Ásgerður var sett dómari.

Umsóknir hafa verið afhentar dómnefnd, sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara, til meðferðar. Skipað verður í embættið frá og með 21. ágúst næstkomandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×