Innlent

Bein út­sending: Kynnir til­lögu sína um nýja sam­göngu­á­ætlun 2024-2038

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mun kynna þingsályktunartillögu sína á fundinum.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mun kynna þingsályktunartillögu sína á fundinum. Vísir/Ívar Fannar

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun kynna þingsályktunartillögu sína um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2024 til 2038 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 12:15.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. 

Í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu kemur fram að þingsályktunartillagan verði birt í samráðsgátt stjórnvalda eftir fundinn, en til stendur að leggja hana fram á Alþingi í haust. 

Með samgönguáætlun setja stjórnvöld fram stefnu og markmið fyrir allar greinar samgangna og skal áætlun lögð fram á að lágmarki þriggja ára fresti. 

Á vef ráðuneytisins segir að samgönguáætlun taki til stefnu, fjáröflunar og útgjalda allra greina samgangna, það er flugmála, vegamála og siglingamála, þar með talið almenningssamgangna, hafnamála, sjóvarna, öryggismála og umhverfismála samgöngugreina. „Þar skal skilgreina það grunnkerfi sem ætlað er að bera meginþunga samgangna og gera grein fyrir ástandi og horfum í samgöngum í landinu. Við gerð samgönguáætlunar skal m.a. byggja á þeim meginmarkmiðum að samgöngur séu greiðar, hagkvæmar, öruggar og umhverfislega sjálfbærar auk þess sem þær stuðli að jákvæðri byggðaþróun.“


Tengdar fréttir

Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi

Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna.

Samgönguáætlun frestast og jarðgöng bíða nýs gjaldakerfis

Innviðaráðherra hefur hætt við að leggja nýja samgönguáætlun fyrir Alþingi þetta vorið. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar sér ekki að næstu jarðgöng verði boðin út fyrr en búið verður að innleiða nýtt gjaldakerfi af umferð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×