Innlent

Fagna brott­för rúss­neska sendi­herrans

Heimir Már Pétursson skrifar
Mótmælendur stóðu ekki á skoðunum sínum.
Mótmælendur stóðu ekki á skoðunum sínum. Vísir/Heimir Már

Í kvöld fögnuðu mótmælendur ákvörðun utanríkisráðherra Íslands um að loka sendiráðinu í Moskvu og skipa Rússum að fækka starfsmönnum í sendiráðinu hér og að sendiherrann færi heim.

Í gær var greint frá því á Vísi að Yana Hryshko frá Kyiv héraði stóð alein úti í rigningunni og mótmælti fyrir utan ræðisskrifstofu Rússlands við Túngötu. 

„Í þetta skipti hef ég staðið hér í eina klukkustund. En ég vona að annað fólk sjái mig og komi til að standa með mér. Kannski ekki í dag en ef til vill á morgun, alla vega vona ég það,“ sagði Yana við fréttamann sem rakst á hana fyrir tilviljun.

Yönu varð heldur betur að ósk sinni í kvöld þegar stór hópur fólks kom saman við Túngötu til þess að fagna ákvörðun utanríkisráðherra og sýna samstöðu með Úkraínu í verki.

Myndir af mótmælunum má sjá hér að neðan:

Vísir/Heimir Már
Vísir/Heimir Már
Vísir/Heimir Már
Vísir/Heimir Már


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.