Lífið

Siggi Þór og Sonja eiga von á barni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Siggi og Sonja birtu fallega mynd af sér á Instagram þar sem þau eru stödd í brúðkaupi á Ítalíu.
Siggi og Sonja birtu fallega mynd af sér á Instagram þar sem þau eru stödd í brúðkaupi á Ítalíu. Aðsend

Leikarinn Sigurður Þór Óskarsson, eða Siggi Þór eins og hann er kallaður, og unnusta hans Sonja Jónsdóttir vefhönnuður eiga von sínu fyrsta barni í nóvember. 

Parið greindi frá gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á Instagram

„Sonja og strákarnir,“ skrifaði parið við myndina þar sem þau eru prúðbúin í brúðkaupi vinar Sigga í bænum Celle Ligure á Ítalíu, umvafin blómum.

Siggi hefur gert garðinn frægan á fjölum leikhúsanna sem og í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þar á meðal í kvikmyndinni, Allra síðasta veiðiferðin, og í leikritinu, Emil í Kattholti, í hlutverki vinnumannsins Alfreðs. 


Tengdar fréttir

Hægða­stoppandi lyf gerðu Sigga ó­leik á fyrsta stefnu­mótinu

„Ég vissi ekki að hún væri einhleyp. En eftir á er bara mjög fínt að hafa haldið það, því ég var ekkert stressaður í kringum hana,“ segir Siggi Þór um fyrstu kynnin við unnustu sína Sonju. Þau smullu saman og fóru fljótlega á sitt fyrsta stefnumót sem tók óvæntan snúning fyrir Sigga.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.