Fólk taki nektarmyndir til valdeflingar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júní 2023 21:16 Íris Svava Pálmadóttir ræddi jákvæða sjálfsímynd í Reykjavík síðdegis. Aðsend „Fyrir mér er þetta að fanga móment sjálfsástarinnar,“ segir Íris Svava Pálmadóttir, talskona jákvæðrar líkamsímyndar, um nektarmyndir. Nektarmynd hinnar 54 ára gömlu leikkonu Ricki Lake vakti athygli og hefur verið kveikja að frekari umræðu um nektarmyndir, sem virðast sífellt vinsælli. Íris Svava ræddi nektarmyndir frekar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Ég tek því fagnandi að sjá konur eigna sér sinn líkama og þora að deila þessum myndum. Í grunninn er þetta svo mikil valdefling, ég stend fyrir það,“ segir Íris Svava sem hefur verið dugleg að birta myndir á Instagram-síðu hennar, sem hún segir ætlaðar til að hjálpa öðrum konum að sjá sig í öðru ljósi. „Til að byrja með fannst mér þetta mjög erfitt. Fyrir mér eru myndirnar ekki kynferðislegar, það þarf alls ekki að vera samasem-merki á milli nektar og að hún sé kynferðisleg. Ég vil nota platformið til að hjálpa öðrum og sýna að það er eðlilegt að vera með appelsínuhúð, fellingar, bólur og ör.“ Það sé engin þörf fyrir að skammast sín fyrir að vera eins og maður er, eins og Íris Svava orðar það. Um sé að ræða táknrænan gjörning. „Það er í samfélaginu talað um að þetta sé athyglissýki eða örvænting. Að manneskjan sé ekki með sjálfsvirðingu en mér finnst þetta einmitt andstæðan við það. Þetta snýst umað við konur séum að eigna okkur líkamann okkar,“ segir hún. Svava beinir sjónum sínum að samfélagslega samþykktum líkamömum. „Þegar ég var að alast upp voru rosalega fáar fyrirmyndir fyrir mig til að spegla mig í. Ef það voru einhverjar fyrirmyndir var það helst þessi týpíska hávaxna, grannvaxna, hvíta kona og það er svo miklu meiri fjölbreytileiki í samfélaginu. Við verðum að sýna fleiri líkama, við erum ekki allar steyptar í sama mót. Með þessu trendi geta konur sýnt það að þú þarft ekki að vera þessi samfélagslega samþykkti líkami til að teljast falleg,“ segir Íris Svava. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum að ofan. Reykjavík síðdegis Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira
Nektarmynd hinnar 54 ára gömlu leikkonu Ricki Lake vakti athygli og hefur verið kveikja að frekari umræðu um nektarmyndir, sem virðast sífellt vinsælli. Íris Svava ræddi nektarmyndir frekar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Ég tek því fagnandi að sjá konur eigna sér sinn líkama og þora að deila þessum myndum. Í grunninn er þetta svo mikil valdefling, ég stend fyrir það,“ segir Íris Svava sem hefur verið dugleg að birta myndir á Instagram-síðu hennar, sem hún segir ætlaðar til að hjálpa öðrum konum að sjá sig í öðru ljósi. „Til að byrja með fannst mér þetta mjög erfitt. Fyrir mér eru myndirnar ekki kynferðislegar, það þarf alls ekki að vera samasem-merki á milli nektar og að hún sé kynferðisleg. Ég vil nota platformið til að hjálpa öðrum og sýna að það er eðlilegt að vera með appelsínuhúð, fellingar, bólur og ör.“ Það sé engin þörf fyrir að skammast sín fyrir að vera eins og maður er, eins og Íris Svava orðar það. Um sé að ræða táknrænan gjörning. „Það er í samfélaginu talað um að þetta sé athyglissýki eða örvænting. Að manneskjan sé ekki með sjálfsvirðingu en mér finnst þetta einmitt andstæðan við það. Þetta snýst umað við konur séum að eigna okkur líkamann okkar,“ segir hún. Svava beinir sjónum sínum að samfélagslega samþykktum líkamömum. „Þegar ég var að alast upp voru rosalega fáar fyrirmyndir fyrir mig til að spegla mig í. Ef það voru einhverjar fyrirmyndir var það helst þessi týpíska hávaxna, grannvaxna, hvíta kona og það er svo miklu meiri fjölbreytileiki í samfélaginu. Við verðum að sýna fleiri líkama, við erum ekki allar steyptar í sama mót. Með þessu trendi geta konur sýnt það að þú þarft ekki að vera þessi samfélagslega samþykkti líkami til að teljast falleg,“ segir Íris Svava. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum að ofan.
Reykjavík síðdegis Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Glatkistunni lokað Menning Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum Sjá meira