Fólk taki nektarmyndir til valdeflingar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júní 2023 21:16 Íris Svava Pálmadóttir ræddi jákvæða sjálfsímynd í Reykjavík síðdegis. Aðsend „Fyrir mér er þetta að fanga móment sjálfsástarinnar,“ segir Íris Svava Pálmadóttir, talskona jákvæðrar líkamsímyndar, um nektarmyndir. Nektarmynd hinnar 54 ára gömlu leikkonu Ricki Lake vakti athygli og hefur verið kveikja að frekari umræðu um nektarmyndir, sem virðast sífellt vinsælli. Íris Svava ræddi nektarmyndir frekar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Ég tek því fagnandi að sjá konur eigna sér sinn líkama og þora að deila þessum myndum. Í grunninn er þetta svo mikil valdefling, ég stend fyrir það,“ segir Íris Svava sem hefur verið dugleg að birta myndir á Instagram-síðu hennar, sem hún segir ætlaðar til að hjálpa öðrum konum að sjá sig í öðru ljósi. „Til að byrja með fannst mér þetta mjög erfitt. Fyrir mér eru myndirnar ekki kynferðislegar, það þarf alls ekki að vera samasem-merki á milli nektar og að hún sé kynferðisleg. Ég vil nota platformið til að hjálpa öðrum og sýna að það er eðlilegt að vera með appelsínuhúð, fellingar, bólur og ör.“ Það sé engin þörf fyrir að skammast sín fyrir að vera eins og maður er, eins og Íris Svava orðar það. Um sé að ræða táknrænan gjörning. „Það er í samfélaginu talað um að þetta sé athyglissýki eða örvænting. Að manneskjan sé ekki með sjálfsvirðingu en mér finnst þetta einmitt andstæðan við það. Þetta snýst umað við konur séum að eigna okkur líkamann okkar,“ segir hún. Svava beinir sjónum sínum að samfélagslega samþykktum líkamömum. „Þegar ég var að alast upp voru rosalega fáar fyrirmyndir fyrir mig til að spegla mig í. Ef það voru einhverjar fyrirmyndir var það helst þessi týpíska hávaxna, grannvaxna, hvíta kona og það er svo miklu meiri fjölbreytileiki í samfélaginu. Við verðum að sýna fleiri líkama, við erum ekki allar steyptar í sama mót. Með þessu trendi geta konur sýnt það að þú þarft ekki að vera þessi samfélagslega samþykkti líkami til að teljast falleg,“ segir Íris Svava. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum að ofan. Reykjavík síðdegis Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Nektarmynd hinnar 54 ára gömlu leikkonu Ricki Lake vakti athygli og hefur verið kveikja að frekari umræðu um nektarmyndir, sem virðast sífellt vinsælli. Íris Svava ræddi nektarmyndir frekar í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni: „Ég tek því fagnandi að sjá konur eigna sér sinn líkama og þora að deila þessum myndum. Í grunninn er þetta svo mikil valdefling, ég stend fyrir það,“ segir Íris Svava sem hefur verið dugleg að birta myndir á Instagram-síðu hennar, sem hún segir ætlaðar til að hjálpa öðrum konum að sjá sig í öðru ljósi. „Til að byrja með fannst mér þetta mjög erfitt. Fyrir mér eru myndirnar ekki kynferðislegar, það þarf alls ekki að vera samasem-merki á milli nektar og að hún sé kynferðisleg. Ég vil nota platformið til að hjálpa öðrum og sýna að það er eðlilegt að vera með appelsínuhúð, fellingar, bólur og ör.“ Það sé engin þörf fyrir að skammast sín fyrir að vera eins og maður er, eins og Íris Svava orðar það. Um sé að ræða táknrænan gjörning. „Það er í samfélaginu talað um að þetta sé athyglissýki eða örvænting. Að manneskjan sé ekki með sjálfsvirðingu en mér finnst þetta einmitt andstæðan við það. Þetta snýst umað við konur séum að eigna okkur líkamann okkar,“ segir hún. Svava beinir sjónum sínum að samfélagslega samþykktum líkamömum. „Þegar ég var að alast upp voru rosalega fáar fyrirmyndir fyrir mig til að spegla mig í. Ef það voru einhverjar fyrirmyndir var það helst þessi týpíska hávaxna, grannvaxna, hvíta kona og það er svo miklu meiri fjölbreytileiki í samfélaginu. Við verðum að sýna fleiri líkama, við erum ekki allar steyptar í sama mót. Með þessu trendi geta konur sýnt það að þú þarft ekki að vera þessi samfélagslega samþykkti líkami til að teljast falleg,“ segir Íris Svava. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum að ofan.
Reykjavík síðdegis Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira