Óvenjulegt háttalag lirfa í Hafnarfirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2023 17:00 Óvenjuleg hátterni lirfa haustfetans í Hafnarfirði hefur vakið mikla athygli. Facebook/Samsett Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, vekur athygli á óvenjulegri hátterni sem lirfur fiðrildategundarinnar haustfeta hafa sýnt í Hafnarfirði undanfarið. Lirfurnar hafa í þúsundatali pakkað inn stóru runnabeði í þéttan límkenndan spunavef og lokast inni í honum. Erling heldur úti síðunni „Heimur Smádýranna“ á Facebook sem meira en átta þúsund manns fylgjast með. Þar fjallar hann um hin ýmsu skordýr og smádýr, yfirleitt þau sem er að finna hér á landi eða berast til landsins. Færslan „Haustfeti í hremmingum“ birtist á síðunni í dag en þar segir Erling frá undarlegum vefmyndunum sem hann rakst á í Hafnarfirði nýverið sem hann telur fiðrildategundina Haustfeta, alræmdan skaðvald á trjám og runnum, bera ábyrgð á. Vefurinn hefur dreift sér um stóran hluta runnans.Facebook/Erling Ólafsson Fiðrildalirfur í þúsundatali „Fyrir skömmu vakti runnabeð við Strandgötu í Hafnarfirði athygli sonar míns. Þar vex meðal annars gljámispill sem reyndist innpakkaður í þéttan límkenndan spunavef en í vefnum voru fiðrildalirfur í þúsundatali,“ segir í færslunni. Þúsundir lirfa haustfetans eru fastar í vefnum á runnanum.Facebook/Erling Ólafsson Erling segist hafa snarað sér á staðinn enda ekki séð annað eins og áður. Hann komst að því að þarna færu lirfur haustfetans en hann skyldi ekki hvers vegna þær höguðu sér svona. Hann sendi því fyrirspurn og myndir á sérfræðing í fiðrildafræðum í Danmörku. „Hann var sammála um að þetta væru haustfetalirfur en sjálfur hafði hann aldrei orðið vitni að svona hátterni þeirra á heimavelli sínum. Lirfur haustfetans væru reyndar þekktar fyrir að spinna þræði til að láta sig svífa á þeim til að dreifa sér. Það er nefnilega hans helsti möguleiki til dreifingar því kvendýrin eru nær vængjalaus og ófleyg.“ Soltnar lirfur festu sig í spunavoð Erling segir að það sem væri sérstaklega óvenjulegt væri að „undir spunavefnum var nánast allt lauf mispilsins uppétið.“ Örtröð myndaðist á toppi runnans þegar lirfurnar ætluðu að koma sér í burtu.Facebook/Erling Ólafsson Því lagði Erling fram tilgátu um hvað hefði gerst þarna. „Aðstæður í maí voru slíkar að runnar laufguðust seint og hægt. Fiðrildalirfurnar skriðu eftir sem áður úr eggjum þegar tími klaksins rann upp á dagatalinu þó matarbúrið væri enn hálftómt. Laufið sem var nýfarið að skríða úr brumum var étið upp á örskömmum tíma. Lirfurnar sultu,“ segir í færslunni. „Þá fóru þær að feta sig upp að efstu greinum til að freista þess að ná flugtaki á spunaþráðum sínum. Fjöldinn sem skreið upp samtímis varð svo mikil að þræðir lirfanna límdust saman í samfellda spunavoð og lokuðust lirfurnar inni í henni.“ „Sem sagt örtröðin varð þeim fjötur og þjöppuðust lirfurnar saman í miklum fjölda undir vefvoðinni efst á greinatoppum,“ segir Erling um grey lirfurnar. Svona lítur lirfa haustfetans út. Hún er alræmdur skaðvaldur hér á landi.Náttúrufræðistofnun Íslands Skordýr Hafnarfjörður Dýr Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Erling heldur úti síðunni „Heimur Smádýranna“ á Facebook sem meira en átta þúsund manns fylgjast með. Þar fjallar hann um hin ýmsu skordýr og smádýr, yfirleitt þau sem er að finna hér á landi eða berast til landsins. Færslan „Haustfeti í hremmingum“ birtist á síðunni í dag en þar segir Erling frá undarlegum vefmyndunum sem hann rakst á í Hafnarfirði nýverið sem hann telur fiðrildategundina Haustfeta, alræmdan skaðvald á trjám og runnum, bera ábyrgð á. Vefurinn hefur dreift sér um stóran hluta runnans.Facebook/Erling Ólafsson Fiðrildalirfur í þúsundatali „Fyrir skömmu vakti runnabeð við Strandgötu í Hafnarfirði athygli sonar míns. Þar vex meðal annars gljámispill sem reyndist innpakkaður í þéttan límkenndan spunavef en í vefnum voru fiðrildalirfur í þúsundatali,“ segir í færslunni. Þúsundir lirfa haustfetans eru fastar í vefnum á runnanum.Facebook/Erling Ólafsson Erling segist hafa snarað sér á staðinn enda ekki séð annað eins og áður. Hann komst að því að þarna færu lirfur haustfetans en hann skyldi ekki hvers vegna þær höguðu sér svona. Hann sendi því fyrirspurn og myndir á sérfræðing í fiðrildafræðum í Danmörku. „Hann var sammála um að þetta væru haustfetalirfur en sjálfur hafði hann aldrei orðið vitni að svona hátterni þeirra á heimavelli sínum. Lirfur haustfetans væru reyndar þekktar fyrir að spinna þræði til að láta sig svífa á þeim til að dreifa sér. Það er nefnilega hans helsti möguleiki til dreifingar því kvendýrin eru nær vængjalaus og ófleyg.“ Soltnar lirfur festu sig í spunavoð Erling segir að það sem væri sérstaklega óvenjulegt væri að „undir spunavefnum var nánast allt lauf mispilsins uppétið.“ Örtröð myndaðist á toppi runnans þegar lirfurnar ætluðu að koma sér í burtu.Facebook/Erling Ólafsson Því lagði Erling fram tilgátu um hvað hefði gerst þarna. „Aðstæður í maí voru slíkar að runnar laufguðust seint og hægt. Fiðrildalirfurnar skriðu eftir sem áður úr eggjum þegar tími klaksins rann upp á dagatalinu þó matarbúrið væri enn hálftómt. Laufið sem var nýfarið að skríða úr brumum var étið upp á örskömmum tíma. Lirfurnar sultu,“ segir í færslunni. „Þá fóru þær að feta sig upp að efstu greinum til að freista þess að ná flugtaki á spunaþráðum sínum. Fjöldinn sem skreið upp samtímis varð svo mikil að þræðir lirfanna límdust saman í samfellda spunavoð og lokuðust lirfurnar inni í henni.“ „Sem sagt örtröðin varð þeim fjötur og þjöppuðust lirfurnar saman í miklum fjölda undir vefvoðinni efst á greinatoppum,“ segir Erling um grey lirfurnar. Svona lítur lirfa haustfetans út. Hún er alræmdur skaðvaldur hér á landi.Náttúrufræðistofnun Íslands
Skordýr Hafnarfjörður Dýr Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira