Óvenjulegt háttalag lirfa í Hafnarfirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. júní 2023 17:00 Óvenjuleg hátterni lirfa haustfetans í Hafnarfirði hefur vakið mikla athygli. Facebook/Samsett Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, vekur athygli á óvenjulegri hátterni sem lirfur fiðrildategundarinnar haustfeta hafa sýnt í Hafnarfirði undanfarið. Lirfurnar hafa í þúsundatali pakkað inn stóru runnabeði í þéttan límkenndan spunavef og lokast inni í honum. Erling heldur úti síðunni „Heimur Smádýranna“ á Facebook sem meira en átta þúsund manns fylgjast með. Þar fjallar hann um hin ýmsu skordýr og smádýr, yfirleitt þau sem er að finna hér á landi eða berast til landsins. Færslan „Haustfeti í hremmingum“ birtist á síðunni í dag en þar segir Erling frá undarlegum vefmyndunum sem hann rakst á í Hafnarfirði nýverið sem hann telur fiðrildategundina Haustfeta, alræmdan skaðvald á trjám og runnum, bera ábyrgð á. Vefurinn hefur dreift sér um stóran hluta runnans.Facebook/Erling Ólafsson Fiðrildalirfur í þúsundatali „Fyrir skömmu vakti runnabeð við Strandgötu í Hafnarfirði athygli sonar míns. Þar vex meðal annars gljámispill sem reyndist innpakkaður í þéttan límkenndan spunavef en í vefnum voru fiðrildalirfur í þúsundatali,“ segir í færslunni. Þúsundir lirfa haustfetans eru fastar í vefnum á runnanum.Facebook/Erling Ólafsson Erling segist hafa snarað sér á staðinn enda ekki séð annað eins og áður. Hann komst að því að þarna færu lirfur haustfetans en hann skyldi ekki hvers vegna þær höguðu sér svona. Hann sendi því fyrirspurn og myndir á sérfræðing í fiðrildafræðum í Danmörku. „Hann var sammála um að þetta væru haustfetalirfur en sjálfur hafði hann aldrei orðið vitni að svona hátterni þeirra á heimavelli sínum. Lirfur haustfetans væru reyndar þekktar fyrir að spinna þræði til að láta sig svífa á þeim til að dreifa sér. Það er nefnilega hans helsti möguleiki til dreifingar því kvendýrin eru nær vængjalaus og ófleyg.“ Soltnar lirfur festu sig í spunavoð Erling segir að það sem væri sérstaklega óvenjulegt væri að „undir spunavefnum var nánast allt lauf mispilsins uppétið.“ Örtröð myndaðist á toppi runnans þegar lirfurnar ætluðu að koma sér í burtu.Facebook/Erling Ólafsson Því lagði Erling fram tilgátu um hvað hefði gerst þarna. „Aðstæður í maí voru slíkar að runnar laufguðust seint og hægt. Fiðrildalirfurnar skriðu eftir sem áður úr eggjum þegar tími klaksins rann upp á dagatalinu þó matarbúrið væri enn hálftómt. Laufið sem var nýfarið að skríða úr brumum var étið upp á örskömmum tíma. Lirfurnar sultu,“ segir í færslunni. „Þá fóru þær að feta sig upp að efstu greinum til að freista þess að ná flugtaki á spunaþráðum sínum. Fjöldinn sem skreið upp samtímis varð svo mikil að þræðir lirfanna límdust saman í samfellda spunavoð og lokuðust lirfurnar inni í henni.“ „Sem sagt örtröðin varð þeim fjötur og þjöppuðust lirfurnar saman í miklum fjölda undir vefvoðinni efst á greinatoppum,“ segir Erling um grey lirfurnar. Svona lítur lirfa haustfetans út. Hún er alræmdur skaðvaldur hér á landi.Náttúrufræðistofnun Íslands Skordýr Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Erling heldur úti síðunni „Heimur Smádýranna“ á Facebook sem meira en átta þúsund manns fylgjast með. Þar fjallar hann um hin ýmsu skordýr og smádýr, yfirleitt þau sem er að finna hér á landi eða berast til landsins. Færslan „Haustfeti í hremmingum“ birtist á síðunni í dag en þar segir Erling frá undarlegum vefmyndunum sem hann rakst á í Hafnarfirði nýverið sem hann telur fiðrildategundina Haustfeta, alræmdan skaðvald á trjám og runnum, bera ábyrgð á. Vefurinn hefur dreift sér um stóran hluta runnans.Facebook/Erling Ólafsson Fiðrildalirfur í þúsundatali „Fyrir skömmu vakti runnabeð við Strandgötu í Hafnarfirði athygli sonar míns. Þar vex meðal annars gljámispill sem reyndist innpakkaður í þéttan límkenndan spunavef en í vefnum voru fiðrildalirfur í þúsundatali,“ segir í færslunni. Þúsundir lirfa haustfetans eru fastar í vefnum á runnanum.Facebook/Erling Ólafsson Erling segist hafa snarað sér á staðinn enda ekki séð annað eins og áður. Hann komst að því að þarna færu lirfur haustfetans en hann skyldi ekki hvers vegna þær höguðu sér svona. Hann sendi því fyrirspurn og myndir á sérfræðing í fiðrildafræðum í Danmörku. „Hann var sammála um að þetta væru haustfetalirfur en sjálfur hafði hann aldrei orðið vitni að svona hátterni þeirra á heimavelli sínum. Lirfur haustfetans væru reyndar þekktar fyrir að spinna þræði til að láta sig svífa á þeim til að dreifa sér. Það er nefnilega hans helsti möguleiki til dreifingar því kvendýrin eru nær vængjalaus og ófleyg.“ Soltnar lirfur festu sig í spunavoð Erling segir að það sem væri sérstaklega óvenjulegt væri að „undir spunavefnum var nánast allt lauf mispilsins uppétið.“ Örtröð myndaðist á toppi runnans þegar lirfurnar ætluðu að koma sér í burtu.Facebook/Erling Ólafsson Því lagði Erling fram tilgátu um hvað hefði gerst þarna. „Aðstæður í maí voru slíkar að runnar laufguðust seint og hægt. Fiðrildalirfurnar skriðu eftir sem áður úr eggjum þegar tími klaksins rann upp á dagatalinu þó matarbúrið væri enn hálftómt. Laufið sem var nýfarið að skríða úr brumum var étið upp á örskömmum tíma. Lirfurnar sultu,“ segir í færslunni. „Þá fóru þær að feta sig upp að efstu greinum til að freista þess að ná flugtaki á spunaþráðum sínum. Fjöldinn sem skreið upp samtímis varð svo mikil að þræðir lirfanna límdust saman í samfellda spunavoð og lokuðust lirfurnar inni í henni.“ „Sem sagt örtröðin varð þeim fjötur og þjöppuðust lirfurnar saman í miklum fjölda undir vefvoðinni efst á greinatoppum,“ segir Erling um grey lirfurnar. Svona lítur lirfa haustfetans út. Hún er alræmdur skaðvaldur hér á landi.Náttúrufræðistofnun Íslands
Skordýr Hafnarfjörður Dýr Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira