Hastarleg þinglok koma þingmönnum í opna skjöldu Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2023 10:19 Það kom þingmönnum stjórnarandstöðunnar mjög á óvart þegar þingmenn meirihlutans birtust með nýtt plagg þar sem kveðið var á um starfsáætlun væri felld úr gildi og þinginu slitið. Þetta hefur kallað fram getgátur um að ekki sé eins mikil rjómablíða á stjórnarheimilinu og meirihlutinn vill vera láta. vísir/vilhelm Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf þingfundar á mánudag að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með næsta miðvikudegi eins og samþykkt hefði verið á fundum með forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Í gærkvöldi er hins vegar tilkynnt að samið hafi verið um þinglok Alþingis í gær. Morgublaðið greindi frá þessu í gærkvöldi en í samkomulaginu felst meðal annars að „fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verði afgreidd áður en að þingi verður frestað á föstudaginn þegar að alþingismenn fara í sumarleyfi.“ Að þessi háttur sé hafður á, þinglokum hespað af, hefur komið flatt upp á stjórnarandstöðuna og hefur kallað fram sögusagnir um það hvort rekja megi þetta til þess að djúpstæður ágreiningur sé uppi meðal stjórnarliðsins. Til að ýta undir það kom til, samkvæmt heimildum Vísis, rifrildis milli ráðherra Sjálfstæðisflokksins í mötuneyti þingsins, þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Orðaskipti þeirra voru ekki á lágu nótunum og gátu ekki farið fram hjá viðstöddum. Lyklaskipti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Jón Gunnarsson tekur við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu, af Áslaugu Örnu.vísir/vilhelm Fyrir liggur að ýmis erfið mál eru óafgreidd og má þar nefna nýfallinn dóm um úthlutun makrílkvóta, snjóhengjuna sem er ÍL-sjóði eða fyrrverandi Íbúðalánasjóður, Lindarhvolsmálið og þannig mætti lengi áfram telja. Mörg mikilvæg mál sitja á hakanum Vísir heyrði í Helgu Völu Helgadóttur þingmanni Samfylkingar og hún segir það rétt, þetta hafi komið þingmönnum stjórnarandstöðunnar verulega á óvart. „Já, í byrjun vikunnar var talað um að við myndum funda fram í næstu viku til að klára þau mál sem eru inni í nefndunum. Þar eru auðvitað stór mál sem ráðherrar hafa lagt mikla áherslu á að klára. Þess vegna kom það okkur mjög á óvart þegar þingflokksformenn stjórnarflokkanna birtust með nýtt plan um að hætta við stór lykilmál; að klára þau. Jafnvel mál sem eru á lokametrum í vinnslu,“ segir Helga Vala. Helga Vala segir að þingið hlaupi nú frá fjölda lykilmála sem mikilvægt hefði verið að klára.vísir/vilhelm Hún nefnir þar forvirkar rannsóknarheimildir frá dómsmálaráðherra, aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu, lög um nýja mennta- og skólaþjónustustofnun og mörg fleiri mál mætti nefna: Bókun 35 – sem mikilvægt mál sem þingmenn meta að verði að klára vegna núgildandi samnings um EES. „Þar hefur ESA verið að senda okkur pillur árum saman. Þegar það var kynnt var það á síðasta snúning með að við yrðum að klára það svo við myndum ekki halda áfram með þetta með ófullnægjandi hætti. Varðandi nýja mennta- og skjólaþjónustustofnun, svo virðist sem barnamálaráðherrann hafi hlaupið á sig þegar hann tilkynnti niðurlagningu og uppsagnir starfsmanna löngu áður en þingmálið kom fram. Sú stofnun hefur verið lömuð síðan en henni er ætlað að halda utan um allt skólahald landsins.“ Af hverju vill ríkisstjórnin að allir fari heim? Helga Vala telur ekki úr vegi að til þess að gera óvæntu þinglok, lýsi miklum ágreiningi innan stjórnarflokkanna. „Að þeir treysti sér ekki til að klára þetta. Öll mál sem eru inni í nefndunum er frestað, það á bara klára þau mál sem er búið að afgreiða út úr nefndunum fyrir utan þessi örfáu mál sem eru dagsetningamál, lögbundið að veðri að klára núna eins og fjármálaáætlun til næstu fimm ára.“ Helga Vala vill spurð ekki orða það svo að stjórnarandstaðan sé gapandi eða að fullyrða megi að þetta lýsi að einhverju leyti uppgjöf stjórnarinnar gagnvart viðfangsefnum sem hafa vaxið henni yfir höfuð. „Við erum mjög undrandi og maður hugsar með sér, hvað veldur? Hvað er að gerast hjá ríkisstjórninni sem gerir að verkum að hún vill að allir fari heim og verði ekki í þingsal. Það hlýtur að vera eitthvað.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þessir þingmenn munu tala á eldhúsdegi í kvöld Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:40 og skiptast í tvær umferðir. 7. júní 2023 09:48 Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Morgublaðið greindi frá þessu í gærkvöldi en í samkomulaginu felst meðal annars að „fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verði afgreidd áður en að þingi verður frestað á föstudaginn þegar að alþingismenn fara í sumarleyfi.“ Að þessi háttur sé hafður á, þinglokum hespað af, hefur komið flatt upp á stjórnarandstöðuna og hefur kallað fram sögusagnir um það hvort rekja megi þetta til þess að djúpstæður ágreiningur sé uppi meðal stjórnarliðsins. Til að ýta undir það kom til, samkvæmt heimildum Vísis, rifrildis milli ráðherra Sjálfstæðisflokksins í mötuneyti þingsins, þeirra Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Orðaskipti þeirra voru ekki á lágu nótunum og gátu ekki farið fram hjá viðstöddum. Lyklaskipti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Jón Gunnarsson tekur við lyklavöldum í dómsmálaráðuneytinu, af Áslaugu Örnu.vísir/vilhelm Fyrir liggur að ýmis erfið mál eru óafgreidd og má þar nefna nýfallinn dóm um úthlutun makrílkvóta, snjóhengjuna sem er ÍL-sjóði eða fyrrverandi Íbúðalánasjóður, Lindarhvolsmálið og þannig mætti lengi áfram telja. Mörg mikilvæg mál sitja á hakanum Vísir heyrði í Helgu Völu Helgadóttur þingmanni Samfylkingar og hún segir það rétt, þetta hafi komið þingmönnum stjórnarandstöðunnar verulega á óvart. „Já, í byrjun vikunnar var talað um að við myndum funda fram í næstu viku til að klára þau mál sem eru inni í nefndunum. Þar eru auðvitað stór mál sem ráðherrar hafa lagt mikla áherslu á að klára. Þess vegna kom það okkur mjög á óvart þegar þingflokksformenn stjórnarflokkanna birtust með nýtt plan um að hætta við stór lykilmál; að klára þau. Jafnvel mál sem eru á lokametrum í vinnslu,“ segir Helga Vala. Helga Vala segir að þingið hlaupi nú frá fjölda lykilmála sem mikilvægt hefði verið að klára.vísir/vilhelm Hún nefnir þar forvirkar rannsóknarheimildir frá dómsmálaráðherra, aðgerðaráætlun gegn hatursorðræðu, lög um nýja mennta- og skólaþjónustustofnun og mörg fleiri mál mætti nefna: Bókun 35 – sem mikilvægt mál sem þingmenn meta að verði að klára vegna núgildandi samnings um EES. „Þar hefur ESA verið að senda okkur pillur árum saman. Þegar það var kynnt var það á síðasta snúning með að við yrðum að klára það svo við myndum ekki halda áfram með þetta með ófullnægjandi hætti. Varðandi nýja mennta- og skjólaþjónustustofnun, svo virðist sem barnamálaráðherrann hafi hlaupið á sig þegar hann tilkynnti niðurlagningu og uppsagnir starfsmanna löngu áður en þingmálið kom fram. Sú stofnun hefur verið lömuð síðan en henni er ætlað að halda utan um allt skólahald landsins.“ Af hverju vill ríkisstjórnin að allir fari heim? Helga Vala telur ekki úr vegi að til þess að gera óvæntu þinglok, lýsi miklum ágreiningi innan stjórnarflokkanna. „Að þeir treysti sér ekki til að klára þetta. Öll mál sem eru inni í nefndunum er frestað, það á bara klára þau mál sem er búið að afgreiða út úr nefndunum fyrir utan þessi örfáu mál sem eru dagsetningamál, lögbundið að veðri að klára núna eins og fjármálaáætlun til næstu fimm ára.“ Helga Vala vill spurð ekki orða það svo að stjórnarandstaðan sé gapandi eða að fullyrða megi að þetta lýsi að einhverju leyti uppgjöf stjórnarinnar gagnvart viðfangsefnum sem hafa vaxið henni yfir höfuð. „Við erum mjög undrandi og maður hugsar með sér, hvað veldur? Hvað er að gerast hjá ríkisstjórninni sem gerir að verkum að hún vill að allir fari heim og verði ekki í þingsal. Það hlýtur að vera eitthvað.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þessir þingmenn munu tala á eldhúsdegi í kvöld Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:40 og skiptast í tvær umferðir. 7. júní 2023 09:48 Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þessir þingmenn munu tala á eldhúsdegi í kvöld Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:40 og skiptast í tvær umferðir. 7. júní 2023 09:48
Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7. júní 2023 06:24
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir