Lífið

Dr. Gunni genginn út

Árni Sæberg skrifar
Það geislar af nýja parinu. Myndirnar eru fengnar að láni af Facebook.
Það geislar af nýja parinu. Myndirnar eru fengnar að láni af Facebook. Facebook.

Tón­list­armaður­inn Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son, eða Dr. Gunni eins og hann er ávallt kallaður, og myndlistarkonan Helena Hans­dótt­ir Asp­e­lund eru nýtt par.

Frá þessu greinir Smartland. Helena birti á dögunum mynd af parinu nýja á ferðalagi þeirra um Brussel í Belgíu, undir yfirskriftinni „Ástin er sæt eins og marengs!“

Þá greindi Gunnar Lárus frá því á Facebook í gær að „kærastan ætti afmæli“, svo það er nægu að fagna hjá parinu um þessar mundir.

Dr. Gunna þarf vart að kynna fyrir mörgum en hann hefur víða komið við á löngum tónlistar- og fjölmiðlaferli. Hann hefur stýrt þáttum á borð við Popppunkt á RÚV og vinsælum útvarpsþáttum. Þá hefur hann leikið með hljómsveitum á borð við Bless og Unun, að ógleymdri goðsagnakenndri barnaplötu hans Abbababb!

Í frétt Smartlands segir að Helena reki gallerýið Týsgallerí auk þess að hafa starfað í ferðaþjónustu með eigin rekstur og kennt myndlist.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.