Mikið undir í samningaviðræðum dagsins Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. júní 2023 11:36 Formenn samninganefnda BSRB og sveitarfélaganna funduðu þrjá daga í röð í síðustu viku, án árangurs. Mikilvægur fundur hefst klukkan 13 í dag. Vísir BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga funda hjá ríkissáttasemjara í dag. Ef samningar nást ekki skella á verkföll á morgun. Formaður BSRB segir erfitt að spá til um framvindu dagsins en að félagsfólk búi sig nú undir umfangsmiklar verkfallsaðgerðir. Verkföllin sem að óbreyttu hefjast eftir sólarhring hjá hátt í 3000 félagsmönnum BSRB í 29 sveitafélögum, munu ná til að minnsta kosti 150 vinnustaða. Ber þar helst að nefna leikskóla, sundlaugar og íþróttamannvirki, auk bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og almenningssamgangna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segist halda í bjartsýnina en erfitt sé að spá til um hvernig dagurinn muni þróast. „Það er er einfaldlega þannig að það er breyting á afstöðu sem þyrfti til og þá væri hægt að klára kjarasamning mjög hratt og vel í dag, en við erum líka auðvitað undir það búin að verkföllin hefjist á morgun.“ Sonja segir samtökin ganga til fundarins með mjög skýrar kröfur frá sínu félagsfólki um sömu laun fyrir sömu störf. „Okkar fólk vill ekki sætta sig við það að búa við lægri laun á ársgrundvelli en fólk sem starfar þeim við hlið. Við förum með það nesti inn á þennan fund eins og aðra." Sonja segir stöðuna vera þrönga og ekki svigrúm til að slá af kröfum. Ekki sé um að ræða hefðbundið kjarasamningsferli þar sem verið sé að eiga við fjárhæðir sem komi eins við alla. „Það vantar þarna upp á á ársgrundvelli hjá okkar fólki, samanborið við fólk sem starfar þeim við hlið og það er aðalatriðið sem verður að klára.“ Allt gert til að koma í veg fyrir verkfall Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga, segir mikið undir í viðræðum dagsins og að allt verði gert til að koma í veg fyrir verkfall. Hún segir tilboð liggja fyrir að samningi þar sem lægstu laun yrðu hækkuð verulega og aðrir fengju hækkun sem væri fyllilega sambærileg við aðra samninga sem gerðir hafa verið að undanförnu við þeirra viðsemjendur. Formaður samninganefnda sambands sveitafélaga segir að á borgðinu liggi tilboð að kjarasamning sem myndi tryggja verulegar hækkanir lægstu launa.Vísir „Ég vona svo sannarlega að menn beri gæfu til þess í dag að horfa til framtíðar og á þennan góða samning sem við erum að bjóða og hætta að vera föst í fortíðinni,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Verkföllin sem að óbreyttu hefjast eftir sólarhring hjá hátt í 3000 félagsmönnum BSRB í 29 sveitafélögum, munu ná til að minnsta kosti 150 vinnustaða. Ber þar helst að nefna leikskóla, sundlaugar og íþróttamannvirki, auk bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og almenningssamgangna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB segist halda í bjartsýnina en erfitt sé að spá til um hvernig dagurinn muni þróast. „Það er er einfaldlega þannig að það er breyting á afstöðu sem þyrfti til og þá væri hægt að klára kjarasamning mjög hratt og vel í dag, en við erum líka auðvitað undir það búin að verkföllin hefjist á morgun.“ Sonja segir samtökin ganga til fundarins með mjög skýrar kröfur frá sínu félagsfólki um sömu laun fyrir sömu störf. „Okkar fólk vill ekki sætta sig við það að búa við lægri laun á ársgrundvelli en fólk sem starfar þeim við hlið. Við förum með það nesti inn á þennan fund eins og aðra." Sonja segir stöðuna vera þrönga og ekki svigrúm til að slá af kröfum. Ekki sé um að ræða hefðbundið kjarasamningsferli þar sem verið sé að eiga við fjárhæðir sem komi eins við alla. „Það vantar þarna upp á á ársgrundvelli hjá okkar fólki, samanborið við fólk sem starfar þeim við hlið og það er aðalatriðið sem verður að klára.“ Allt gert til að koma í veg fyrir verkfall Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga, segir mikið undir í viðræðum dagsins og að allt verði gert til að koma í veg fyrir verkfall. Hún segir tilboð liggja fyrir að samningi þar sem lægstu laun yrðu hækkuð verulega og aðrir fengju hækkun sem væri fyllilega sambærileg við aðra samninga sem gerðir hafa verið að undanförnu við þeirra viðsemjendur. Formaður samninganefnda sambands sveitafélaga segir að á borgðinu liggi tilboð að kjarasamning sem myndi tryggja verulegar hækkanir lægstu launa.Vísir „Ég vona svo sannarlega að menn beri gæfu til þess í dag að horfa til framtíðar og á þennan góða samning sem við erum að bjóða og hætta að vera föst í fortíðinni,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira