Frumsýning á myndbandi við Þjóðhátíðarlag Emmsjé Gauta Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. júní 2023 13:34 Emmsjé Gauti og Þormóður eru höfundar Þjóðhátíðarlagsins 2023. Sigurður Pétur Jóhansson. „Stundum eru bara hlutir sem virka og þá á maður ekki að vera að fikta of mikið í þeim en gera þetta meira að sínum eigin,“ segir tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, um hugmyndina á bakvið myndbandið við Þjóðhátíðarlagið 2023, Þúsund hjörtu. Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi. „Ég held að allir sem fá þetta verkefni í hendurnar ætli að gera þetta eitthvað öðruvísi en svo eru bara ákveðnar formúlur í ferlinu,“ segir Gauti sem hafði í fyrstu ætlað sér að gera myndbandið frumlegt og öðruvísi og lýsir ferlinu sem skemmtilegu verkefni. „Okkur tókst að gera Þjóðhátíðarlag sem við náðum setja í okkar eigin búning,“ segir Gauti glaður með afraksturinn, en Þormóður Eiríksson pródúsent samdi lagið og texta með honum. Væmnari en fólk heldur Í myndbandinu má sjá Gauta spóka sig um á hinum ýmsu stöðum í Vestmannaeyjum. Dansandi um borð í Herjólfi með Heimaklett í bakgrunni, spranga og svamlandi í sundi svo eitthvað sé nefnt. „Þegar þúsund hjörtu slá í takt, að þú sért hjá mér það er allt,“ segir í laginu sem vitnar í rómantíska samverustund með ástinni. Ertu að mýkjast með árunum þegar kemur að tónlistarsmíð? „Það kemur í bylgjum. Ég hef allaf verið væmnari en fólk heldur og það blekkir þegar maður er að fá sér tattú, en ég er bara væminn mömmustrákur í grunninn,“ segir Gauti. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan: Lag og texti eru samin af Gauta og Þormóði en Jón Ragnar Jónsson er meðhöfundur lagsins. Kórarnir þrír í laginu eru Karlakór Vestmannaeyja, Kvennakór Vestmannaeyja og Fjallabræður Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Emmsjé Gauti frumflutti þjóðhátíðarlagið 2023 „Þegar þúsund hjörtu slá í takt, það að þú sért hjá mér það er allt.“ Svo hljóðar brot úr viðlagi þjóðhátíðarlagsins 2023 eftir þá Emmsjé Gauta og Þormóð Eiríksson. Til að koma sér í gírinn fyrir lagið fóru þeir til Vestmannaeyja, sungu með kórum og færðu þeim bjór. 1. júní 2023 21:50 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Fleiri fréttir Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu Sjá meira
Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi. „Ég held að allir sem fá þetta verkefni í hendurnar ætli að gera þetta eitthvað öðruvísi en svo eru bara ákveðnar formúlur í ferlinu,“ segir Gauti sem hafði í fyrstu ætlað sér að gera myndbandið frumlegt og öðruvísi og lýsir ferlinu sem skemmtilegu verkefni. „Okkur tókst að gera Þjóðhátíðarlag sem við náðum setja í okkar eigin búning,“ segir Gauti glaður með afraksturinn, en Þormóður Eiríksson pródúsent samdi lagið og texta með honum. Væmnari en fólk heldur Í myndbandinu má sjá Gauta spóka sig um á hinum ýmsu stöðum í Vestmannaeyjum. Dansandi um borð í Herjólfi með Heimaklett í bakgrunni, spranga og svamlandi í sundi svo eitthvað sé nefnt. „Þegar þúsund hjörtu slá í takt, að þú sért hjá mér það er allt,“ segir í laginu sem vitnar í rómantíska samverustund með ástinni. Ertu að mýkjast með árunum þegar kemur að tónlistarsmíð? „Það kemur í bylgjum. Ég hef allaf verið væmnari en fólk heldur og það blekkir þegar maður er að fá sér tattú, en ég er bara væminn mömmustrákur í grunninn,“ segir Gauti. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan: Lag og texti eru samin af Gauta og Þormóði en Jón Ragnar Jónsson er meðhöfundur lagsins. Kórarnir þrír í laginu eru Karlakór Vestmannaeyja, Kvennakór Vestmannaeyja og Fjallabræður
Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Emmsjé Gauti frumflutti þjóðhátíðarlagið 2023 „Þegar þúsund hjörtu slá í takt, það að þú sért hjá mér það er allt.“ Svo hljóðar brot úr viðlagi þjóðhátíðarlagsins 2023 eftir þá Emmsjé Gauta og Þormóð Eiríksson. Til að koma sér í gírinn fyrir lagið fóru þeir til Vestmannaeyja, sungu með kórum og færðu þeim bjór. 1. júní 2023 21:50 Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Fleiri fréttir Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu Sjá meira
Emmsjé Gauti frumflutti þjóðhátíðarlagið 2023 „Þegar þúsund hjörtu slá í takt, það að þú sért hjá mér það er allt.“ Svo hljóðar brot úr viðlagi þjóðhátíðarlagsins 2023 eftir þá Emmsjé Gauta og Þormóð Eiríksson. Til að koma sér í gírinn fyrir lagið fóru þeir til Vestmannaeyja, sungu með kórum og færðu þeim bjór. 1. júní 2023 21:50