Innlent

Fimm sækjast eftir embætti forstjóra Þjóðskrár

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Höfuðstöðvar Þjóðskrár eru í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Þjóðskrár eru í Borgartúni. vísir/vilhelm

Fimm einstaklingar sækjast eftir embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands sem auglýst var í apríl síðastliðnum. Alls bárust átta umsóknir en þrír hafa dregið umsóknir sínar til baka. Innviðaráðherra skipar í embættið að undangengnu mati hæfnisnefndar.

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins

Segir þar að þriggja manna nefnd meti hæfni umsækjenda. Í henni eiga sæti Hildur Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Auki ehf., formaður, Karl Björnsson, fv. framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sigrún Þorleifsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri hjá innviðaráðuneytinu.

Nöfn umsækjenda í stafrófsröð

  • Hildur Ragnars, settur forstjóri Þjóðskrár
  • Sigurður Erlingsson, fv. forstjóri
  • Steinþór Kolbeinsson, forstöðumaður
  • Sverrir Jónsson, rekstrarstjóri hjá EFTA
  • Þröstur Óskarsson, fv. forstjóri


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.